Gegnum holt og hæðir - rafbók

26 Tröll 6. Átján skólabræður Sögugluggi Eitt sinn voru átján skólapiltar á ferð yfir Skeiðarársand Bar svo til að einn þeirra varð eftir af hinum að gera við hjá sér á hestinum en hinir lagsmenn hans riðu á undan Þeir sjá þar þá einhverja mannslíkan skríða um sandinn á fjórum fótum Sjá þeir að þetta er skessa Hún skríður nú til þeirra og biður þá að hjálpa sér suður yfir ána En þeir hlæja að henni og yfirgáfu hana þar og fóru leið sína Nú kemur sá sem eftir varð af hinum Hann hét Þórarinn og biður hún hann að hjálpa sér yfir ána Hann kvað það velkomið ef hún treysti sér að komast á bak hestinum og ef hann gæti borið þau Hún kvað hestinn bera þau og líka sagðist hún mundi komast á bak hestinum fyrir aftan Þórarin og flytjast þau þannig yfir ána Og sem þau komu á land spyr hann hvert hún vilji halda Hún segist ætla að halda inn með ánni: – Og mun ég nú komast héðan til byggða minna og vildi ég einhvern tíma geta launað þér þessa greiðvikni sem þú hefur auðsýnt mér En það kann ég þér að segja að vetur þessi verður hinn harðasti Og nær sem þú kemur í Skálholt skaltu teyma hesta þína í brekkuna fyrir ofan staðinn Skal ég þá hirða þá, það eftir er til vordaga og máttu, þegar þú ferð af stað úr skóla, vitja þeirra á sama stað sem þú skildir við þá Hann þakkar henni fyrir þetta og síðan skilja þau með kærleikum Ríður hann nú lengi eftir félögum sínum uns hann nær þeim Hlæja þeir mjög að honum og segja hann hafi lengi dvalið hjá fallegu stúlkunni á Skeiðarársandi en Þórarinn lét sem hann heyrði það ekki En sem þeir komu í Skálholt fer hann með hesta sína eins og fyrir hann var lagt Leið svo fram að þorra um veturinn Voru þá hestar allra skólapilta gerfallnir því að vetur var mjög harður En um vorið þá er skólapiltar voru ferðbúnir gengur Þórarinn þangað sem hann skildi við hesta sína og standa þeir þar bundnir á streng og eru þeir feitari en um haustið Verða nú lagsmenn hans forviða og spyrja hver hafi fóðrað hesta hans en hann gefur þeim ekkert svar upp á það En svo fór að þeir máttu allir kaupa sér hesta til ferðarinnar nema Þórarinn Mörgum árum seinna þegar Þórarinn var orðinn prestur var hann eitt sinn í kynnisferð og reið yfir Kjalveg snemma vors með einum unglingsdreng

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=