Gegnum holt og hæðir - rafbók

24 Galdrar Bóndi fer á fætur og finnur skeifur undir merina og járna þeir hana Segir komumaður að óhætt sé að láta hafa nóg (negla ekki tæpt í hófinn) því merin sé nógu hófastór Þegar þetta var búið kvaddi maðurinn bónda og fór heim vestur Hann sleppti kerlingu í rúm sitt og tók af henni beislið og hafði það síðan Hann lagðist í rúm sitt og var heill en þó eftir sig En bóndi vaknaði um morguninn við það að kerling lá með háhljóðum fyrir ofan hann og voru skeifur negldar í hendur hennar og fætur Varð að skera út úr öllum þeim götum og varð kerling aldrei jafngóð eftir og aldrei fékk hún beislið aftur svo hún gat ekki fundið vinu sína framar Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Hvaða erindi átti kerling austur á land á nýársnótt? 2 Hvar er Fljótshlíð? Finndu hana á landakortinu 3 Hvað var gandreið og gandreiðarbeisli? Leitaðu upplýsinga og skráðu helstu niðurstöður 4 Finndu fleiri þjóðsögur þar sem gandreið kemur við sögu 5 Hvernig járna menn hesta? Kynntu þér það og skráðu nákvæma lýsingu á því 6 Lýstu eins nákvæmlega og þú getur vinnumanninum sem fann lausn á vandamálinu 7 Hver urðu örlög konunnar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=