Gegnum holt og hæðir - rafbók

149 37. Skíðastaðir Sögugluggi Skíðastaðir hefur bær heitið Hann var næsti bær fyrir sunnan Öxl, undir Vatnsdalsfjalli vestanverðu í Húnavatnssýslu Á Skíðastöðum bjó í fornöld flugríkur bóndi Hann hafði mörg hjú og hélt þeim fast að vinnu vetur og sumar Hann átti mikið engi og gott og lá það þar sem nú er Vatnsdalsflóð í útsuður frá bænum Svo gekk bóndi hart að hjúum sínum með vinnu á sumrum að hann lét aldrei nokkra griðkonu vera heima til eldhússtarfa svo það var skylduskattur þeirra að hafa alla stórelda sem hafa þurfti alla vikuna á helgum dögum og leyfði þeim hvorki að sækja tíðir né sinna lestrum Einn sunnudag árla sást af bæjum að vestanverðu í Þinginu og í Vatnsdal utarlega að maður í hvítum klæðum gekk norður eftir Vatnsdalsfjalli Hann hafði sprota í hendi og nam staðar upp undan Skíðastöðum og laust þar sprotanum á fjallið En jafnskjótt spratt þar upp afar stór skriða úr fjallinu og varð æ stærri því lengra sem hún veltist ofan eftir og féll hún yfir allan bæinn á Skíðastöðum svo ekkert mannsbarn komst með lífi undan nema ein stúlka Vinnukonan Þessi stúlka hafði verið lengi á Skíðastöðum þó henni þætti þar ekki góður bæjarbragur en einkum guðleysi bónda Var hún æði góðlynd og viljug til allra verka því hafði hún hylli húsbænda sinna og samlagsþjóna Hún hafði og oftast orðið fyrir því að vera í eldhúsinu á helgum en ekki hafði hún átt neinni þóknun annarri að mæta fyrir það en að hún mátti þá ráða skófnapottinum Veturinn áður en skriðan féll á bæinn hafði verið mjög harður svo þá féllu bæði menn og fénaður af hungri almennt Skíðastaðabóndi skarst undan öllu liðsinni við sveitunga sína er á hann skoruðu fyrir sjálfa sig eða fénað sinn og rak margan nauðleitamann burtu með harðri hendi án þess að víkja neinu góðu að nokkrum þeirra griðkona: vinnukona skófnapottur: pottur með skófum í; skófir: matur sem hefur fest við pottinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=