Gegnum holt og hæðir - rafbók

150 Ýmislegt Ekki voru heldur veitingar svo miklar við heimilisfólk á Skíðastöðum, þó nóg væri til, að það væri aflögufært En þó gekk stúlka þessi mjög nærri sér til að geta hyglað þeim sem þar komu aumastir og varði hún til þess bæði af mat sínum og skófum þeim sem til féllu Þennan sama vetur svarf svo að flestum skepnum sem úti áttu að vera að þær lágu dauðar hrönnum saman því það var lengi að ekki fékk tittlingur í nefi sínu Flokkuðust þá sem oftar er svo ber undir hrafnar mjög heim að bæjum og höfðu það eitt til viðurlífis er þeir tíndu úr ýmsu sorpi er út var snarað Stúlka þessi hin sama gjörði sér far um að snara sem mestu hún gat út úr eldhúsinu því hún var svo brjóstgóð að hún vildi og gjarnan geta treint lífið í hröfnunum ef hún mætti Þetta tókst henni líka og varð einn hrafninn af því svo elskur að henni að hann elti hana nálega hvar sem hún fór utan bæjar og um vorið og sumarið eftir kom hann snemma á hverjum morgni heim að Skíðastöðum til að fá sér árbita hjá stúlkunni því hún geymdi honum ávallt eitthvað og henti hið mesta gaman að honum Krummi krunkar úti Þennan sunnudagsmorgun sem fyrr var frá sagt hafði stúlka þessi farið mjög snemma á fætur og eldað graut og var hún að keppast við að vera búin að skafa pottinn áður en krummi kæmi til að geta gefið honum skófirnar Þetta tókst og þegar hún heyrði til krumma úti var hún að ljúka við pottinn Hún gengur út með skófirnar í ausu og setur á hlaðið þar sem hún var vön að gefa honum en hann vappar í kringum ausuna og flýgur spottakorn út á túnið Stúlkan fer á eftir honum með ausuna en allt fer á sömu leið Hann vill ekki þiggja af henni skófirnar og flýgur spotta og spotta og sest niður á milli en stúlkan fylgir alltaf og veit ekki hvernig þessu víkur við Spratt upp stór skriða úr fjallinu og varð æ stærri því lengra sem hún veltist ofan eftir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=