Gegnum holt og hæðir - rafbók

148 Ýmislegt Laun fyrir góðsemina Undir eins og dagur kom fór karlinn af stað og vissu menn ekkert hvað af honum varð En snemma þennan dag kom lögmaðurinn ríðandi Gekk þá bóndi út að fagna honum, bauð hann honum í skemmu sína og veitti honum ágæta vel Fóru þeir nú að tala um harðindin og hvað bágt væri að haldast við vegna fátæklinganna Sagði þá bóndinn að einn djöfullinn hefði verið hjá sér í nótt en hann hefði farið snemma á stað um morguninn Síðan gerir lögmaður boð eftir stúlkunni og þakkar henni fyrir alla aðhjúkrun um nóttina Sagði hann að hún væri of góð að vera hjá þvílíkum húsbændum og skyldi hún koma með sér því sig langaði að launa henni góðsemi hennar Síðan gerir hann húsbændum hennar harða áminningu og svo brá þeim við það að þau gerðu jafnan gott fátækum eftir það Stúlkan fór heim með honum og gifti hann hana vel Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Hvar er Munkaþverá? Finndu á landakorti 2 Finndu dæmi um a m k tvö eldgos sem mikið öskufall fylgdi á 18 og 19 öld á Íslandi Skráðu niðurstöður þínar 3 Hvað gerði lögmaður til að afhjúpa bóndann á næsta bæ? Skrifaðu hjá þér 4 Lýstu hjónunum á bænum í 40–50 orðum 5 Gerðu grein fyrir stöðu kvenna eins og hún virðist hafa verið á þeim tíma sem sagan segir frá 6 Hvaða boðskap getur þú fundið í þessari sögu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=