Gegnum holt og hæðir - rafbók

139 Keta, Keta, Keta mín kom þú hér með sveina þín og sæktu hingað sálu mín. Brugðu þeir Ketill við skjótt og hlaupa til dyra með vopnum sínum. Slepptu þá piltarnir Ketilríði og vildu forða sér en máttu ekki. Drápu þeir allt illþýði þetta og brenndu síðan. Fóru þeir nú að leita eftir Þorsteini. Vísaði Sörli þeim á hann í húsi einu læstu; sat hann á stóli með bundnar hendur við stólbrúðirnar. Fætur hafði hann að knjám í vatnskeri. Fat stóð fyrir honum með sauðakjöti reyktu en ei kunni hann til þess ná. Var hann leystur og hresstur við. Sagði hann þeim hvaðan hann var. Hafði illþýðið rænt honum úr byggð því hann var góður fjármaður. Var nú bærinn brenndur. Fluttu þeir allt í burt er þess var vert. Var þar ógrynni auðæfa og eignaðist Þorsteinn og Ketilríður það allt. Ferðuðust þau heim til byggða með fjárhlut sinn, borguðu vel liðsmönnum sínum ferðina. Eftir þetta biður Þorsteinn Ketilríðar og svaraði Grímur því máli vel. Giftust þau síðan og bjuggu á bæ Gríms eftir hann látinn. Unnust þau hugástum til elli og voru hin ríkustu hjón í þá daga. Þjóðsögur Jóns Árnasonar búningurinn: undirbúningurinn hvetja: brýna, hvessa stólbrúðir: armar stóls Að lestri loknum 1. Finndu Suður-Múlasýslu á landakortinu. 2. Hvers vegna fór Ketilríður ein að heiman um hávetur? 3. Hver var ástæða þess að Þorsteinn vildi ekki að hún gisti á bænum? 4. Hver var Sörli og hvaða hlutverki gegnir hann í sögunni? 5. Endursegðu í stuttu máli það sem gerðist eftir að Ketilríður kom í seinna skiptið á bæinn. 6. Lýstu Ketilríði bóndadóttur í fáum orðum. 7. Hvaða einkenni þjóðsagna má finna í þessari sögu? Fundu þau Þorstein á stóli með bundnar hendur við stólbrúðirnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=