Gegnum holt og hæðir - rafbók

138 Útilegumenn á fætur Fór hann með henni til sauðhússins og greiddi henni fé föður hennar og hinna í dalnum, fylgdi henni síðan úr dalnum; var þá veður bjart Þorsteinn mælti til Ketilríðar að skilnaði: – Nú mun ég ljá þér hund minn til fylgdar heim til þín og mun hann þér á við góðan mann til fjárrekstra Skilja mun hann við þig heima hjá vallargarði En þess bið ég þig að þú safnir mönnum er þú ert heim komin og eigir þá vísa ef á þarf að halda En ei skaltu hingað með þá vitja nema ég sendi þér hundinn minn Sörla og mun ég þá liðs þurfi Þess vil ég líka biðja þig að eigi giftist þú fyrr en þú veist hvað um mig verður Að svo mæltu skildust þau Hélt Ketilríður heim og rak Sörli féð allt að vallargarði föður hennar Ketilríður gekk nú heim og urðu foreldrar hennar stórglöð því þau þóttust heimta hana úr helju Spurðu þau hana frétta Hún sagði af hið ljósasta Nú fengu menn aftur fé sitt Lofuðu þeir Ketilríði, kváðu hana mikinn dugnað og hugrekki sýnt hafa Hún fór brátt að safna liði og fékk tuttugu og fjóra vaska menn úr sveitinni Sá hét Ketill er fyrir þeim skyldi vera Leið nú fram á veturinn „Sæktu hingað sálu mín“ Nótt eina dreymir Ketilríði Þorstein biðja sig um liðveislu Vaknar hún snemma morguns og klæðist og gengur út Stendur þá Sörli við bæjardyr og flaðrar upp um Ketilríði Brá hún skjótt við, sendi eftir mönnum þeim er hún hafði til fengið að veita sér lið Gekk skjótt búningurinn og var Sörli í broddi fylkingar Komu þau í dalinn og allt til bæjarins; var það seint á degi Enginn maður var úti Ketilríður talar við menn sína: – Bíðið mín á húsabaki Mun ég fyrst ein inn ganga en bregðið við skjótt ef ég kalla Þeir játa því Gengur hún í bæinn og í baðstofu; var þar pallur Settist Ketilríður þar niður þegjandi Sér hún karl og kerlingu og sex pilta Allt var það illmannlegt á svip Kerling talar nú til Ketilríðar og spyr ef hún vilji mat, gat til hún mundi svöng Ketilríður þáði boðið Sækir kerling þá fram ketfat og fær Ketilríði Hún tók við en leist ei vel á er hún skoðaði, því mannaket var á fatinu Kvaðst hún óvön slíkri fæðu og bað kerlingu útvega sér aðra betri Kemur þá gamla konan með sauðakjöt En þá sér Ketilríður að karl tekur hníf og fer að hvetja Segir hann við pilta sína best muni að drepa Ketilríði sem skjótast og biður þá taka hana Þeir standa upp Hún biður þá lofa sér að syngja andlátsbæn sína því hún væri kristin Karl var enginn trúmaður og vill það ekki Sonum hans var forvitni á að heyra bænina því slíkt höfðu þeir aldrei heyrt og fékk hún því leyfi hér til Hún bað þá fara með sig út á bæjardyraþrepskjöld því guð mundi ei vilja sækja sálu sína inn í bæ þeirra Karl vildi þetta ekki en synir hans ráða og fara nú með hana fram á þrepskjöldinn en karl kemur á eftir með hnífinn Fór nú Ketilríður að biðja á þessa leið:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=