Gegnum holt og hæðir - rafbók

140 Útilegumenn 35. Halla bóndadóttir Sögugluggi Einu sinni fóru margir Skagfirðingar á grasafjall Voru þar bæði karlar og konur og lágu þeir við tjald suður á heiðinni Ein af stúlkunum hét Halla Hún var dóttir bónda eins í Skagafirði Var hún fríð sýnum og á tvítugs aldri Svo bar við að hana syfjaði mjög í einni göngunni og lagði hún sig fyrir á rúst einni en fólkið var þar í kring Bað hún kvenmann einn að vekja sig bráðum aftur Halla sofnaði skjótt en þoka var mikil Þegar hún vaknaði sá hún engan mann og varð þá hrædd og ætlaði að hlaupa til grasafólksins en hljóp í allt aðra átt Fór hún svo lengi Kemur þá að henni maður ríðandi Hann var mikill vexti og þreklegur Hann spyr hana því hún sé ein Hún segir að þeir sem hún sé með séu skammt þaðan, – eða sástu ekki fólk á leið þinni? – Jú, segir maðurinn, það er skammt héðan og er ég að leita að hestum sem struku frá mér því ég er hér líka á grasafjalli Viltu ekki að ég fylgi þér til fólksins? – Jú, það vil ég, segir Halla – Sestu þá á bak fyrir aftan mig, segir aðkomumaður Halla vildi það ekki því henni stóð stuggur af manninum Gekk hún svo með honum stundarkorn Sagði hann þá að hún skyldi koma á bak með sér svo þau yrðu fljótari Halla lét þá til leiðast og settist á bak hjá manninum Hleypti hann þá hestinum og reið slíkt sem af tók En er langur tími var liðinn segir Halla að sér þyki æðilangt til fólksins Maðurinn segir að það fari nú að styttast Lét hún hann þá ráða því hún sá að hér var eigi til góðs að gjöra Geymið hana ei verr en ég hef aflað Riðu þau svo þar til er þau komu í dal nokkurn eigi alllítinn Þar sá Halla bæi marga og þó einn mestan Þangað héldu þau Þegar þau komu í hlað stigu þau af baki og gengu inn Var þar margt manna fyrir og þar á meðal sá hún menn tvo unga og vígamannlega stóð stuggur af: var hrædd við reið slíkt sem af tók: allt hvað af tók, eins hratt og hann gat

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=