Gegnum holt og hæðir - rafbók

137 Dalurinn Ketilríður gengur lengi um óbyggðir Loks fór að dimma veður, gerði drífu mikla og sá lítið Tók hún þá að villast; gekk hún svo lengi að hún veit ei hvurt, uns hún finnur undir fótum sér egg eða fjallsbrún Hér gengur hún ofan og mundi þó flestum þykja ófært sakir kletta og harðfennis Eftir langa þraut kemst hún ofan á sléttlendi Var hríðin svo svört að ekkert sást frá sér Hún hélt þetta vera dal; rann eftir honum á með ísbrúm Hún hafði stutt gengið ofan með ánni er hún hittir sauðahús mikið Sér hún mann við dyrnar og fjölda fjár Ei þótti henni maðurinn illilegur Hún heilsar honum en hann tók því stutt Hér þekkir Ketilríður fé föður síns og hinna dalbúanna Maðurinn hleypir inn fénu og Ketilríður hjálpar honum til, spyr hann síðan að nafni og hvar hún sé komin Hann kveðst Þorsteinn heita en dalinn nefndi hann ekki og sagði hann lítt byggðan og ei vera þar utan einn bæ Ketilríður kvaðst þar mundi beiðast húsa yfir nóttina Hann kvað það óráð ef hún vildi lifa: – Er hér engum grið gefin er gistinga beiðist en þó mun ég svo til sjá að þig saki ekki ef þú vilt mér heim fylgja Veit ég erindi þitt og vildi ég gjarnan að þú færir góða för Ganga þau nú heim og inn í bæjardyr Rótar hann þar til í horni einu, tekur upp hlemm og er þar undir jarðhús lítið Þar lætur hann Ketilríði koma í og sagði henni að láta ekki til sín heyra hvað sem á gengi og hún heyrði, ella yrði það hennar bani Byrgði hann síðan jarðhúsið og gekk burt Féð endurheimt Nokkru síðar heyrir hún brauk mikið og mannamál Heyrði hún að ekki mundu þeir færri en sex og voru að leita og spurja eftir gestinum Hún heyrði Þorstein neita að nokkur hefði þar komið Ketilríður varð óttaslegin af ógangi þessum því brothljóð var í hverju tré og skalf jarðhúsið af fótasparkinu Síðan þagnaði það og var þá allt hljótt Ketilríður sofnar nú skjótt því bæði var hún syfjuð og þreytt Um morguninn snemma vakti Þorsteinn Ketilríði og biður hana koma með sér Var hún þá ekki sein að standa Lét hann Ketilríði fara ofan í jarðhúsið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=