Gegnum holt og hæðir - rafbók

118 Ævintýri næði upp til himna og héldu að snúðurinn væri ekki ofborgaður fyrir því Karl fer og ber á hólinn hjá Kiðhús Kiðhús spyr sem fyrr: – Hver bukkar mín hús? Karl svarar enn: – Karl er þetta, Kiðhús minn, kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn Við það byrstist Kiðhús og segir: – Er þá snúðskömmin aldrei borgaður? Karl bað hann því meir og kvaðst ætla að færa Maríu sinni grautarleifarnar í skjólum Kiðhús lét þá til leiðast, gaf honum stigann og reisti hann upp fyrir karl Varð þá karl glaður við og sneri heim til kerlingar Bjuggu þau sig svo til ferðar og höfðu með sér grautarskjólurnar En er þau voru komin æði hátt upp í stigann tók þau að sundla Brá þeim þá svo við að þau duttu bæði ofan og sprengdu sundur í sér höfuðskeljarnar Flugu þá heilasletturnar og grautarkleimurnar um allan heim En þar sem heilaslettur karls og kerlingar komu á steina urðu úr þeim hvítar dröfnur en úr grautarkleimunum urðu hinar gulu og sjást hvorar tveggja enn í dag á grjóti Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Hvað áttu karl og kerling fémætt í kotinu? 2 Hver var Kiðhús og hvar bjó hann? 3 Í þessari sögu er þekkt orðatiltæki Finndu það og segðu hvað það merkir 4 Hvaða merki má sjá eftir ferðalag karls og kerlingar í steinaríkinu samkvæmt sögunni? 5 Á hverju má sjá það að Kiðhús hafi tekið snúðinn? 6 Hver er helsti löstur karls og kerlingar? 7 Hvaða einkenni ævintýris hefur þessi saga helst? að sundla: að svima kleima: klessa, sletta dröfnur, drafna: lítill díll, blettur löstur: óskostur, galli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=