Gegnum holt og hæðir - rafbók

119 31. Sagan af Kolrössu krókríðandi Sögugluggi Einu sinni var karl og kerling í koti sínu Þau áttu sér þrjár dætur; hét hin elsta Signý, önnur Ása og hin þriðja Helga Eldri systurnar, Signý og Ása, áttu sældardaga hjá því sem Helga átti því karl og kerling unnu þeim mjög og mæltu allt eftir þeim hvort við annað En Helga átti litlu ástfóstri að fagna hjá foreldrum sínum og varð að gera allt sem verst var og kerling kenndi sig vanfæra fyrir, ganga að slitverkum, vera í eldhúsi, annast matseld með móður sinni, þrífa til og hreinsa allt sem hreinsa þurfti í kotinu Eldri systurnar komu þar hvergi nærri, sátu eins og hofróður inni á palli á vetrum en sleiktu sólskinið á sumrin og gengu skrúðbúnar og gerðu ekki annað en tensa sig til Þær höfðu öfund á Helgu því þó hún væri klædd í larfa, yrði að ganga í því versta og hefði ekkert flet nema öskustóna að liggja í, þótti öllum hún fríðust þeirra systra en það sveið þeim sárast Einu sinni kom maður vel búinn, fríður sýnum og bað Signýjar Karli og kerlingu leist vel á manninn og Signýju ekki síður og með því þeim þótti þessi ráðahagur álitlegur gáfu þau öll sitt jáyrði til gjaforðsins Síðan fór maðurinn með Signýju með sér þegar í stað En skammt voru þau komin frá karlskoti, fyrr en maðurinn breytti ham sínum og varð að þríhöfðuðum risa Segir hann þá við Signýju: – Hvort viltu heldur að ég beri þig eða dragi? Signý kaus það sem vildara var, að hann bæri sig Lét hann hana þá setjast á einn hausinn og bar hana svo heim í helli sinn Lét hann hana þar í jarðhús eitt, batt hendurnar fyrir aftan bakið, en hár hennar við stólbrúðir, gekk svo frá henni og lokaði mæltu allt eftir þeim: létu eftir duttlungum þeirra, létu allt eftir þeim hofróður: konur sem sitja auðum höndum og láta stjana við sig tensa sig til: snyrta sig, punta sig larfar: fataleppar, léleg klæði öskustó: hola fyrir ösku undir hlóðum eða eldstæði ráðahagur: kvonfang. Leita ráðahags: biðja sér stúlku gjaforð: að eignast eiginmann, eiginkonu vildara: betra stólbrúðir: armar stóls

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=