Gegnum holt og hæðir - rafbók

117 Daginn eftir er hún hafði mjólkað kúna um kvöldið og morguninn og hafði fyllt alla dalla sína með mjólk, kom henni til hugar að búa til graut en þá man hún eftir því, að hún á ekkert ákast í grautinn Fer hún þá til karls og biður finna Kiðhús og biðja hann um ákast Karl fer til Kiðhúss og ber á hólinn með lurknum sem fyrr Þá segir Kiðhús: – Hver bukkar mín hús? Karl segir: – Karl er þetta, Kiðhús minn, kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn Kiðhús spyr hann hvað hann vilji Karl biður hann að gefa sér út á pottinn, því þau kerling sín ætli að elda sér graut Kiðhús gaf karli méltunnu Fór svo karl heim með tunnuna og gerir kerling grautinn Þegar grauturinn var soðinn settust þau að honum, karl og kerling, og átu eins og í þeim lá Þegar þau höfðu étið sig mett, áttu þau enn mikið eftir í pottinum Fóru þau þá að hugsa sig um, hvað þau ættu að gera við leifarnar Þótti þeim það tiltækilegast að færa þær sankti Maríu sinni En fljótt sáu þau að ekki var auðhlaupið upp þangað sem hún var Þeim kom því ásamt um að biðja Kiðhús um stiga sem Er þau voru komin æði hátt upp í stigann tók þau að sundla. ákast: mjöl eins og í þeim lá: eins og þau gátu í sig látið þeim kom ásamt um: þau urðu sammála um

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=