Nútímasögur



Carlos, sonur Rebecu viðheldur sagnahefð móður sinnar. Á hverjum laugardegi skrifar hann frásögn í dagblaðið Hoy sem kemur út alls staðar í landinu. Frásagnir sínar byggir hann oft á sögum og sögnum sem móðir hans hefur sagt.

Hér má lesa tvær af frásögnum Carlosar. Önnur er frá síðastliðnu ári, en þá vildu yfirvöld í Ekvador kaupa nýja F-18 herflugvél til að verja landið. Carlos telur það ekki góða ráðstöfun en vill í staðinn að peningarnir renni til fátækra.

Í hinni frásögninni segir Carlos frá skólagöngu sinni. Hann segir m.a. frá því að í sögunum sem amma hans sagði honum felist mikill lærdómur. Taktu eftir því að Carlos talar Indíánamálið quichua heima hjá foreldrum sínum. Þegar hann kom í skóla í borginni átti hann að tala annað tungumál, spænsku. Spænska er opinbert mál í Ekvador. En mörg Indíánabarnanna skilja ekki hvað kennarinn segir af því að þau tala ekki spænsku.

Sögur og F-18 herflugvélar
Sögur og skólaganga