Maniok-öl

Sonia hrærir í chicha-ölinu

Rebeca Gualinga er lagin við margskonar ræktun.
Aðrar konur leita oft til hennar þegar þær þurfa að sá í akra sína.
Maniok er ein þeirra jurta sem hún er sérlega leikin við að rækta.
Maniok er notað til að búa til chicha, en það er öl sem Indíánar búa til.
Leirkrúsirnar á myndinni eru fullar af chicha-öli. Fyrst er maniok-rótin soðin, svo tyggja konurnar hana og spýta út úr sér.
Ensím í munnvatninu koma af stað gerjun og daginn eftir er svolítið alkóhól í drykknum.
Venjulega er chicha-ölið drukkið fljótlega, en ef veisla er í undirbúningi er ölið geymt lengur.
Þá verður ölið sterkt og menn geta orðið drukknir af því að fá sér nokkrar skálar af chicha-öli.