Maniok
Maniok er líka þekkt undir nöfnunum kassava og tapiok. Jurtin er 1-5 m á hæð
og vex víða í Suður-Ameríku og Afríku.
Maniok hefur verið ræktað í Suður-Ameríku í meira en 4000 ár. Það er rótin sem er notuð. Í rótinni er mikil sterkja, alveg eins og í maís og kartöflum.
Rótarhnýðið er rifið niður, en af því að í jurtinni eru eiturefni er nauðsynlegt að þvo rótarhnýðið vel og sjóða þegar búið er að rífa það. Soðna maukið er kallað kassava og er notað í graut eða til að brugga úr öl. Maukið er líka hægt að nota í brauð.