Hátíðisdagur vörubílstjórans

Vörubílstjórinn Don Hector er í veislu. Eða réttara sagt, hann er á stórhátíð. Hann er ásamt 500.000 öðrum í pílagrímsferð á stærstu trúarhátíð í Bólivíu. Hátíðin er haldin til heiðurs heilagri Maríu. Sagt er að hún hafi á 17. öld birst hjarðmey á fjallinu Urqupiña.

Þess vegna er það markmið margra pílagríma að komast á Urqupiña-fjallið. Allir koma þeir til að biðja hina heilögu Maríu einhvers. Don Hector vill gjarna eignast sinn eigin vörubíl. Þess vegna hefur hann keypt litla eftirlíkingu af bíl eins og þeim sem hann vill eignast.

Tekjur hans eru 500 krónur á mánuði. Hann segir frá því að enginn annar en heilög María geti útvegað honum bíl. Hann þarf að taka þátt í ýmsum helgiathöfnum áður en hann getur eignast hinn rétta vörubíl.

Fyrst þarf hann að fara til kaþólska prestsins. Presturinn blessar bílinn með heilögu, vígðu vatni og bænum til Jesú og heilagrar Maríu.


Síðan fer Don Hector bak við kaþólsku kirkjuna. Þar sitja vitru öldungarnir, curanderos. Þeir framkvæma aðra helgiathöfn. Öldungarnir hella öli og strá pappírsskrauti yfir leikfangabílinn og allir skála.