Curanderos

Curanderos eru grasalæknar Bólivíu

Curanderos nota jurtir til lækninga. Þeir eru tengiliðir Indíánanna á hásléttunni við guðina sem búa í öllum hlutum. Viska þeirra er upprunnin á löngu liðnum tíma áður en Evrópubúar komu til Suður-Ameríku. Trú þeirra er blanda af trú Indíána og þeirri kristni sem Evrópumenn fluttu með sér fyrir meira en 500 árum.