Tilraunir með salt
Þú getur búið til salt "stöðuvatn".
Búðu til saltupplausn í hlutföllunum 100 g af salti á móti 1 lítra af vatni. Láttu u.þ.b. ½ dl af upplausninni standa á grunnum diski í sólskininu eða á heitum ofni. Ef aðstæður leyfa það ekki getur þú komið fyrir lampa sem logar u.þ.b. 10 cm fyrir ofan skálina.
Á hverjum morgni hellir þú u.þ.b. ½ dl af saltupplausninni á diskinn. Mundu að skrá allt sem tilraunina varðar. Það má smakka, þefa og koma við saltvatnið á hverjum morgni og aftur eftir hádegi.
Hvernig myndast saltkristallar?
Leystu svo mikið salt upp í ½ l af vatni að það taki ekki við meira salti.
Helltu upplausninni í hátt glas.
Nú skaltu binda ullarbandsspotta um prjón eða blýant. Dýfðu spottanum ofan í vatnið og leggðu prjóninn/blýantinn yfir glasið.
Láttu glasið standa í sólríkum glugga.
Hvað gerist á næstu 14 dögum?
Útskýrðu hvað gerist.