Cochabambadalurinn
Áður fyrr var Cochabamba-dalurinn kallaður "Kornbúr Bólivíu".
Í dalnum var ræktað korn og maís fyrir námubæina ofar í fjöllunum. Loftslag er milt í 2600 metra hæð og hentar vel til kornyrkju.
Nú hefur ekki rignt árum saman og jarðvegurinn er orðinn skraufþurr. Íbúar í dalnum geta ekki lengur ræktað nægilega mikið korn til að brauðfæða sig. Sumir vísindamenn halda því fram að áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni séu m.a. þau að minna rigni. Aðrir telja að náttúrlegur raki í jarðveginum í dalnum sé horfinn vegna þess að skógurinn hefur verið felldur og notaður í eldivið og timbur.