Vefurinn Skrifað í skrefum var upphaflega opnaður árið 2000 sem ítarefni fyrir kennara sem notuðu samnefnda handbók um kennslu ritunar eftir Sigríði Heiðu Bragadóttur, Auði Ögmundsdóttur og Helga Grímsson. Bókin sem kom út 1997 er byggð á kenningum fræðimanna um ferlisritun og reynslu höfunda af öllum stigum grunnskólakennslu.

Vefurinn hefur nú verið endurskoðaður og miklu efni aukið við hann svo hann hefur í raun margfaldast að stærð.

Eftir sem áður má þar finna fjölbreytilegar æfingar, verkefni og hugmyndir að ritunarverkefnum ásamt ýtarlegum kennsluleiðbeiningum, matsblöðum og gátlistum. Þá hefur uppbyggingu verið breytt nokkuð og vefurinn hefur fengið nýtt útlit.

Höfundar: Sigríður Heiða Bragadóttir og Auður Ögmundsdóttir
Ritstjóri: Ingólfur Steinsson
Grafísk hönnun: Arnar Ólafsson
Vefgerð: Hildigunnur Halldórsdóttir og Margrét Friðriksdóttir





Til þess að skoða skjölin þarft þú að vera með Adobe Reader forritið uppsett á tölvunni þinni.