Lærum ensku — Verkefni til ljósritunar - page 72

131
AT SCHOOL - TIL KENNARA
Nemendur læri og þjálfist í að
þekkja og nota orð yfir hluti í skólastofunni
þekkja og nota orð yfir helstu skólastofur
þekkja og nota orð yfir algengasta skóladót
school, classroom, gym, library, toilets, computer,
playground, desk, teacher, blackboard, office,
chair, map, bookcase, pupil, poster, schoolbag,
book, ruler, pencil case, pen, pencil sharpener
Markmið
Orðaforði
Til athugunar
Reikna má með að nemendur þekki mörg orð sem tengjast þessu viðfangsefni enda er um að ræða
orðaforða sem er stöðugt í notkun í skólastarfi, sjá viðfangsefni hér að framan. Eigi að síður var talið
nauðsynlegt að hafa með nokkur verkefni til að æfa sérstaklega þennan orðaforða og festa hann,
einkum með þá nemendur í huga sem þurfa mikla endurtekningu. Þó er gert ráð fyrir að skólastofan
sjálf, ritföng og aðrir hlutir sem þar eru við hendina séu aðallega notuð til að kenna ensku heitin.
Hentugt er að rifja upp í þessu sambandi forsetningarnar in, under, on, next to o.s.frv. Sjá m.a. Home,
sweet home, 7. æfing á kennarablaði og verkefni 5 og 6.
1. My school.
Nemendur klippa myndir úr blöðum
og tímaritum, líma á veggspjald og búa til mynd,
annað hvort af skólanum sínum eða drauma­skólan­
um. Lýsa svo myndinni munnlega. Skrifa má heiti á
stofum og einstaka hlutum á veggspjaldið. Í staðinn
fyrir að klippa út myndir má teikna skólann.
2. Where is....?
Parvinnna. Nemendur fá tvo bunka
af kortum. Í öðrum bunkanum eru myndir af krökk­
um (sjá
Hello 2.1
) eða kort með nöfnum nem­enda, í
hinum myndir/orðmyndir af skólastofum, sjá 2.1-
2.2. Þeir draga til skiptis, annar segir :
Where is ...?
Hinn dregur mynd af skólastofu:
He/she/Anna is in the
library
. Myndirnar má líka nota í minnisspil og bingó.
3. The please game.
Þessi leikur er svipaður og
Simon says
, sjá bls. 6. Kennari segir við nemendur:
Pick up your ruler/pencil/school bag please
o.s.frv.
Nem­endur eiga aðeins að fara eftir fyrirmælunum ef
please
fylgir með.
4. Labelling things
. Nemendur fá lítil spjöld/kort
(merkimiða) sem á eru skrifuð orð yfir ýmsa skólahl­
uti. Æfingin felst í því að nemendur lesa eitt orð í einu
til skiptis og setja merkimiðana á rétta staði/hluti í
skólastofunni. Þá er tilvalið að safna saman nokkrum
hlutum og æfa orðasamböndin
point at
og
pick up
í
þessu sambandi:
Pick up a rule
r,
point at the rubber
o.s.frv.
5. Think of a number.
Sjá viðfangsefnið
Colours
and clothes
, æfingu 4, einnig æfingu 5.1 hér á eftir. Í
stað þess að setja mismunandi liti í auðu reitina eiga
nemendur nú að hugsa sér tölustafi á tilteknu bili.
6. Hide and find.
Nemendur klippa út myndir og
líma í auða reiti, sjá 6.1. Þeir ráða sjálfir hvar þeir fela
hverja mynd. Parvinna. Leikurinn felst í að finna hvar
hlutirnir eru faldir. Þeir spyrja hvorn annan til skipt­
ist (sbr. sjóorrusta) með því að vísa í númer og liti:
Blue, three
eða
blue, two
o.s.frv. Hitti þeir á reit þar
sem mynd er falin svarar hinn t.d.:
Yes, my ruler
eða
my computer
(ef tölvan eru falin þar), annars bara
no
.
Eftir vissan tíma er leikurinn stöðvaður og kannað er
hversu marga myndir hver fann.
7. I spy... .
Kennari/nemandi:
I spy with my little eye,
something blue/green/red
... Nemendur giska á hvað
hann er að hugsa um:
It is a/the book, desk computer
o.s.frv.
8. My class-room.
Nemendur búa til veggspjald af
skólastofunni sinni, merkja hlutina inn á og lýsa svo
myndinni. Þeir geta teiknað sjálfir eða klippt myndir
út úr blöðum. Þetta er svipað verkefni og drauma­
skólinn, sjá 1 hér að framan, nema nú eiga nemen­
dur að setja inn fleiri hluti og einbeita sér bara að
skólastofunni.
9. Rhyme.
Kennari og nemendur fara með þuluna
saman og klappa eða stappa fyrir hvert orð, sjá 8.1.
Hlustun og talað mál - æfingar og verkefni
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611
1...,62,63,64,65,66,67,68,69,70,71 73,74,75,76,77,78,79,80,81,82,...91
Powered by FlippingBook