Lærum ensku — Verkefni til ljósritunar - page 53

93
MY FAMILY - TIL KENNARA
Nemendur læri og þjálfist í að
þekkja og nota orð um nánustu
fjölskyldumeðlimi
nota orðasamböndin who is this og
this is og how many have you got
mum, dad, sister, brother, grandma,
grandpa, family, my, me, friend, photo
album, who is this?, this is, how many
brothers/sisters have you got, she/he is,
we are, they are
Markmið
Orðaforði
Til athugunar
Áður en fyrsta nemendablað er lagt fyrir þarf kennari að kynna orðasamböndin
who is this
, w
ho is
that
og
this is
sem koma fyrir á blöðunum. Vekja þarf athygli nemenda á því hvað þau þýða og hvernig
þau eru notuð. Í tengslum við fjölskyldumeðlimi og aldur þeirra gefst einnig tækifæri til að kenna
tölurnar frá tuttugu upp í hundrað.
1.Who is who?
Sjá æfingu 1.1. Myndir og orð­
myndir klipptar niður og skipt í tvo bunka, þ.e.
myndir saman og orðmyndir saman, lagðar á
hvolf. Nemendur vinna í pörum og draga til skiptis.
Best er að hugsa sér að verið sé að tala um fjöl­
skyldu tiltekins einstaklings/nemenda. Æfingin
felst í því að fyrst dregur annar úr myndabunk­
anum og spyr t.d.:
Is it Anna´s mum?
ef hann hefur
dregið mynd af konunni. Hinn nemandinn dreg­
ur úr orðabunka og svarar:
Yes
, ef hann hefur
fengið orðið
mum
, ef ekki á hann að helst að
svara með heilli setningu:
No, it is not /it is Anna´s
sister
, þ.e. að nefna þann fjölskyldumeðlim sem á
kortinu stendur. Bæta má við orðum eins og
uncle
,
aunt
og
cousins
ef ástæða þykir.
Einfaldari útgáfa af þessari æfingu felst í því að
láta myndirnar snúa upp á borðinu en hafa
orðmyndirnar í bunka á hvolfi. Nemandi dregur
orð og spyr
Where is Anna´s grandfather?
en hinn
finnur rétta mynd.
Einnig er hægt að nota myndir og orð í minnisspil,
bingó o.fl.
2. Who is this?
Parvinna. Nemandi dregur mynd
(sjá 2.1 í
Hello
) og spyr
who is this?
Hinn svarar:
This is ...
. Ef svarið er rétt heldur nemandinn
mynd­inni og fær stig annars er myndin sett neðst
í bunkann og haldið áfram.
3. Names in my family
. Parvinna. Nemendur
skrifa nöfnin á nokkrum fjölskyldu­með­lim­um og
spyrja svo til skiptis:
Who is Sigga? Who is Ari
?
Svörin gætu þá verið
my sister
eða
Sigga is my
sist­er
,
grandpa
eða
Ari is my grandpa
.
Í framhaldi af þessu verkefni gætu nemendur
teiknað eigin fjölskyldu á stórt blað eða komið
með myndir af henni og sagt frá
mum
,
dad
o.s.frv.
4. Monster family
. Nemendur búa til vegg­spjald
af skrímslafjölskyldu og skrifa inn á hver er hvað.
Gætu líka klippt úr blöðum ýmsa líkamshluta og
skeytt saman og búið sér þannig til skrímsli eða
kynjaveru. Hægt er nota þessar myndir á mis­
mun­andi hátt. Einfaldast er að tilgreina eingöngu
ólíka fjölskyldumeðlimi en auðvitað geta mynd­
irnar á veggspjaldinu verið hvatning til að lýsa
þeim á fjölbreyttan hátt t.d. að nota orða­sam­
bönd­in
this is ..
.
,
he/she is ... years old
. Að sjálfsögðu
er ekki nauðsynlegt að binda sig við skrímsli­,­
hægt er að nota myndir af alls konar fólki, vinum
og vanda­mönnum í þessu sambandi.
5. Song.
Sjá 5.1.
6. Könnun.
Sjá 6.1.
Hlustun og talað mál - æfingar og verkefni
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611
1...,43,44,45,46,47,48,49,50,51,52 54,55,56,57,58,59,60,61,62,63,...91
Powered by FlippingBook