Lærum ensku — Verkefni til ljósritunar - page 60

107
HOME, SWEET HOME - TIL KENNARA
Nemendur læri og þjálfist í að
þekkja og nota orð yfir helstu herbergi
þekkja og nota orð yfir algeng húsgögn
þekkja og nota there is og e.t.v. there are
þekkja og nota forsetningarnar next to,­
s s
under, in og on
house, home, living room, bedroom,
dining room, garden, bathroom,
kitchen, garage, furniture, sofa, fridge,
chair, bed, toilet, telephone, wardrobe,
TV, table, cupboard, stereo, lamp, photo
album, there is, on, under, in, next to.
Markmið
Orðaforði
Til athugunar
Áður en fyrsta nemandablað er lagt fyrir þarf að kynna orð yfir helstu herbergi. Hægt er að nota mynd­ir
úr bæklingum til að styðjast við eða biðja nemendur að teikna mynd af herbergjunum heima hjá sér,
sjá 1. æfingu hér að neðan.
1. My house.
Nemendur teikna mynd af herbergj­
unum heima hjá sér, heima hjá ömmu og afa eða
vini. Einnig gætu tveir og tveir nemendur saman
teiknað mynd af draumahúsi eða ímynd­uðu húsi.
Myndirnar eru bornar saman og rædd­ar, hvað er
eins hjá öllum og hvað öðruvísi. En fyrst þarf að
kenna hvað herbergin eru kölluð á ensku:
This is
the ...
Ef nemendur ráða við það má bæta við
hugtökunum
upstairs, downstairs: The bathroom is
uppstairs
o.s.frv. Þeir sem geta skrifa nöfnin á her­
bergjunum á myndina.
2. A memory game.
Parvinna. Nemendur fá
smá­stund (hálfa mínútu) til að að skoða myndina,
sjá 2.1. Annar hvolfir sinni mynd og telur upp allt
sem hann man. Sá sem er með myndina fyrir
fram­an sig krossar við og gætir þess að hinn sjái
ekki. Svo er skipt um hlutverk. Hver mundi fleiri
hluti? Einnig má nota stakar myndir og breiða yfir,
sjá 3.3.
3. Bingó.
Nemendur fá bingóspjald með sex
auðum reitum, sjá 3.1., þar sem þeir skrifa eða
líma orð/teikningar af húsgögnum/-búnaði, sjá
3.2-3.3. Kennari getur að sjálfsögðu útbúið nem­
enda­spjöldin sjálfur en skemmtilegra er að nemen­
dur geri það saman. Kennari les upp eitt orð í einu
og nemendur krossa við á sínu spjaldi. Sá vinnur
sem er fyrstur að krossa við öll orðin. Orða­forði
getur verið breytilegur og ráðist af því hve mörg
orð fengist er við.
4. A poster.
Nemendur klippi út úr vörulista
mynd­ir af húsgögnum og lími á vegg­spjald. Síðan
segja þeir til skiptis frá sinni mynd, hvað þeir hafa
klippt út, hve margar myndir af hverju o.s.frv.
Æskilegt er að nota tæki­færið til að rifja upp liti og
tölur.
5. The new flat.
Látið nemendur fá grunnmynd
af tómri íbúð, sjá 5.1. Nemendur ræða í pörum
hvaða húsgögn þeir þarfnist mest til að geta gist
fyrstu nóttina í íbúðinni. Húsgögnin teiknuð inn á
myndina. Takmarka valið t.d. við þrjár mublur.
Nem­endur ræða hvað þeir völdu. Eru allir í hópn­
um sömu skoðunar?
6. My room.
Nemendur teikna eða klippa út
myndir af húsgögnum og búnaði sem eru í her­
berginu þeirra eða sem þeir vildu hafa í drauma­
herberginu sínu. Æfingunni má breyta þannig að
nemendur vinna í pörum. Þeir klippa fyrst út hús­
gögn og svo raðar annar inn í herbergi (límir á
blað/veggspjald) eftir fyrirmælum hins.
7. House-ryme.
Þula um herbergi, bent á réttu
hlutana um leið og þeir eru sagðir, sjá 7.1.
8. Hide and seek.
Kennari/nemandi felur hlut,
nemendur giska hvar hann er með því að nota
forsetningarnar:
It is under/on/in/next to the ...table,
chair, desk
o.s.frv. Æskilegt er að kenna orðasam­
bandið
where is
, sjá 8.1.
Hlustun og talað mál - æfingar og verkefni
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611
1...,50,51,52,53,54,55,56,57,58,59 61,62,63,64,65,66,67,68,69,70,...91
Powered by FlippingBook