Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

14 Read FIRST! Skoðið fyrirsögnina og myndirnar af risaeðlunum. Hvað telja nemendur að textinn fjalli um? Þau hafa nú þegar heyrt mikið um risaeðlur í kaflanum. Láttu þau, til að byrja með, segja hvert öðru þrjú atriði um risaeðlur. • Who can tell me what this text is about? • Did you learn any new facts about dinosaurs? • Look at the text. How long is the Diplodocus? Well spotted! It’s 28 meters long. • Look again. What does the Diplodocus eat? Then: Hlustið í sameiningu á textana. Láttu þau æfa sig að lesa þá saman. Skiptu í hlutverk út frá getu nemenda. Let’s say – Stand up in class and tell a fact about dinosaurs. Láttu öll gera eina staðreyndasetningu og segja fyrir framan bekkinn. Let’s say English at home 6.D English at home 6.D a Lestu textann upphátt. Passaðu að lesa öll hlutverkin. Æfðu vel nýju orðin og orð sem eru erfið. b Settu blað yfir textann og segðu þrjár staðreyndir um risaeðlur. Byrjaðu setningarnar með: The T-Rex has … It is … It eats … c Segðu frá einni eða fleirum af myndunum. Notaðu einhver af algengustu orðunum í ensku, t.d. my, are, can, and, in, he, she, we, this eða that. Viðbótarverkefni What’s your number? Láttu helming nemenda skrifa tölu frá 1-100, sem þú skrifa svo á litla miða. Hverja tölu skal skrifa á 2 miða. Þannig eru miðar jafnmargir nemendum og sama tala kemur fyrir tvisvar. Settu miðana í bunka og láttu alla draga einn miða án þess að sýna öðrum. Þau fara svo um og ræða töluna sína: • What’s your number? Twenty-four. What’s yours? It’s seventeen. • What’s your number? Forty. What’s yours? It’s forty, too. Þau halda svona áfram þar til þau hafa fundið samnemanda með sömu tölu. Þá setjast þau og bíða þar til allir hafa parast saman og þá er hægt að draga miða upp á nýtt. Bingo Nemendur æfa algengu orðin með því að spila Bingó. Þau búa til eigin bingóspjöld með 9 reitum. Skrifaðu öll orðin á töfluna og leyfðu þeim að velja sér orð. Sá fyrsti sem fær 3 orð í röð vinnur umferðina. I, she, he, we, you, me, have, is, am, it, the, like, my, are, can, and, on, in, to, of, a, an, see, this, that 6 Digging for dinosaurs 93

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=