Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

4 Come in! 67 að klukkunni. Því lengra sem nemendur komast í námsferlinu, því meira krefjandi verða viðfangsefnin. Það er því mikilvægt að tryggja að öll fylgi eftir og treysti sér enn þá til að takast á við verkefnin. Kunnátta þeirra liggur væntanlega á breiðu bili og einn megintilgangurinn með leiðsagnarmati er að mæta hverju og einu akkúrat þar sem þau eru stödd. Legðu þig því fram um það dags daglega að gefa því gaum hvernig nemendur vinna með orðaforða. Muna þau stök orð eða eru þau fljótt í stakk búin til þess að beita þeim í setningum? Nýta þau sér gagnlega námstækni til að muna orðin? Áður en unnið er með bls. 56-57 gæti borgað sig að kanna hve langt hvert og eitt er komið í málskiningi í tengslum við kveikjumyndina og málfræðilegar áherslur. Notaðu myndavegginn og leggðu fyrir einstaklingsverkefni eða ræddu við þau frjálslega um t.d. herbergið þeirra, klukkuna, frístundir eða klæðnað. ATH Leiðrétting í verkefnabók 1. útgáfa 2023 • The teddy is on the bed verður The teddy is on the floor. • The kitten is between mum and Molly verður The kitten is between mum and Amelia's sister. • The puppy is under the table verður The tablet is under the table. Að lokum skrifa nemendur um hverju þau eru góð í og hvað þarfnast meiri æfingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=