Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

17 Let’s sing FIRST! Byrjaðu verkefnið með því að láta nemendur nefna öll dýr sem þau þekkja og skrifaðu þau á töfluna. • Goodness me! Look at all the animals you know! Let’s count them! Nemendur skima textann og strika undir dýraorðin. Láttu þau velja sér eitt dýr úr textanum. • Look at Anton. He has wings and can fly. I think he looks very small. What do you think he is? A bee? Is that correct, Anton? Excellent! Well done! Then: Hlustið á sönginn. Þegar nemendur hafa æft sig að lesa textann geta þau leikið dýrin meðan þau syngja. Breytið til og látið sum syngja meðan hin leika dýrin. Öll syngja svo með í viðlaginu og gera hreyfingar sem passa við. Verkefnið heldur áfram á ljósriti 4.7 Draw. Hér eiga nemendur að teikna dýrin í rétt herbergi í húsinu. 4 Come in! 63 Crazy animals Öll setjast á stól í hring og fá útdeilt einu dýri hvert. Það er fleiri en eitt með hvert dýr. Einn nemandi er dýrahirðir og fer í miðjuna. Dýrahirðirinn segir upphátt eitt dýr og öll þau dýr standa upp og skipta um stól. Lions, change places! Nemendurnir hreyfa sig eins og dýrið sem þau eru. Dýrahirðirinn reynir að ná stól meðan dýrin skipta. Sá/ sú sem ekki nær sæti verður næsti dýrahirðir. Það má nefna fleiri en eitt dýr í einu. Monkeys and zebras, change places! Ef dýrahirðirinn segir Animals, eiga öll að standa upp og reyna að finna nýtt sæti. My favourite animal Nemendur þekkja orðið mörg dýranöfn og því er kjörið að rifja þau upp reglulega. Láttu öll segja frá sínu uppáhaldsdýri. • Tell us, what is your favourite animal? • What colour is it? • Can you describe your favourite animal?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=