Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

3 Read and draw lines FIRST! Biddu nemendur að nefna mismunandi hluti sem hluti sem þau taka sér fyrir hendur yfir daginn. Sum munu eflaust geta nefnt hvað þau gera og klukkan hvað, t.d. At seven o'clock, I get up. Láttu þau nefna máltíðir. Then: Lesið í sameiningu setningarnar upphátt svo allir skilji hvað þær þýða. Rifjið upp hvernig lesið er af klukku. Nemendur tengja setningu við viðeigandi myndir. 4 Read and draw Ræðið hvar stóri vísirinn (minute hand) er staddur þegar klukkan er á heila og hálfa tímanum. Minntu á að half past þýðir að klukkan er hálftíma gengin. Þetta veldur oft misskilningi þar sem þetta stangast á við það sem þau eru vön úr íslensku. • Can you show me half past seven? Good job! Í þessu verkefni eiga nemendur að teikna vísa á klukkurnar. Brýndu fyrir nemendum að hafa muninn á stóra og litla vísinum skýran. Biddu nemendur að segja hvert öðru hvað klukkan er. Let's do – Mix-N-Match© Prentaðu út ljósrit 2.3. Deildu út einu spili á mann. Segðu “Mi” og nemendur fara um bekkinn og skiptast á spilum við þá sem á vegi þeirra verða. Segðu “Match” og þá reyna nemendur að finna þann sem er með spil sem passar við þeirra. (Sjá lýsingu á verkefninu á bls. 10). Let’s do more Play: Click it Á vefsvæðinu geta nemendur spilað Click it. Let’s do Read Speak Poster Play Write MOD 2 My day 33 English at home 2.A English at home 2.A a Lestu textann upphátt, passaðu að lesa öll hlutverkin. Æfðu þig að segja What time is it? Og It is … o’clock. b Skrifaðu æfingarorðin half past, get up og sleep. c Æfðu þig að segja hvenær þú ferð á fætur og hvenær þú ferð að sofa notaðu I get up at … og I go to sleep at … d Biddu þann sem aðstoðar þig við heimanámið að teikna vísa á klukkurnar og æfðu þig að segja hvað klukkan er. Klukkan á að vera á slaginu eða hálf. • What time is it? × It is two o’clock. • Very good. Now look at this one. What time is it?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=