Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 77 9 Holiday at last! Notaðu kveikjumyndina Kaflinn er nokkurs konar samantekt á orðum sem unnið hefur verið með í vetur. Tilgangur samantektarinnar er fyrst og fremst að nemendur sjái og séu meðvituð um hversu mikið þau hafa lært á þessu skólaári. Gefið ykkur tíma til að ræða í hvers konar aðstæðum það getur komið sér vel að kunna ensku. Hengdu upp veggspjaldið með markmiðunum þar sem allir sjá. Ræðið hvað kaflinn gæti fjallað um. Farðu yfir æfingarorðin á veggspjaldinu með nemendum. Hvað kunna nemendur? Skoðið kveikjumyndina í sameiningu. Leyfðu nemendum að benda á orð sem þau kunna og flettið gjarna til baka að fyrri kveikjumyndum og gerið það sama þar. Finnið gagnsæ orð Hlustið á gagnsæju orðin og reynið að finna út hvað þau þýða. • Listen! If I say Where is my bag? what do you think that means? • And what about Surfboard? Have any of you heard the word surfboard before? Taktu eina umferð í bekknum þar sem öll segja eina setningu út frá einhverju sem þau sjá á myndinni. Hvettu þau til að nota orðasamböndin sem þau hafa lært. • I like ... • This is a … and this is a … • I can see two ... Nemendur benda á myndina meðan þau segja frá. Hlustið og leitið á myndinni Spilaðu hlustunartextana einn og einn í einu. Hvað eru persónurnar að tala um? Nemendur reyna í sameiningu að finna orð sem þau þekkja og út frá því finna út hvað samtalið snýst um. Leyfðu nemendum að svara spurningunum og hvettu þau til að gera það á ensku. Hlustunarefni – kveikjumynd 1. - Well, children, summer holiday at last! - Hooray! I like school, but I love holidays! - Where are you going? - I’m going to my grand- mother and grandfather in Jutland. - Well, have a nice holiday! 2. - Hi, I’m Nia. I’m from America. - My name is Sigurd. I’m from Denmark. - I like surfing. What do you like? - I like swimming. 3. - What’s your name? - Asif. What’s your name? - Jonas. How old are you? - I’m seven. - I’m eight. I’m from Denmark. - Oh. I’m from England. I live in Manchester. Do you like Manchester United? 4. - Clara, have you packed your bag? - No. What do I need to pack? - Well, you need a pair of shorts, a T-shirt and a cap. Oh, and don’t forget your sun cream! 5. - Dan, have you packed your bag? - No. What do I need to pack? - Well, you need a pair of trousers, a jumper and a raincoat. Oh, and don’t forget you wellies! 6. - Look, mum, look! A big elephant! And over there I can see a tiger! - Hm… That tiger looks very big and very scary! - Can you see the tiger? Let’s play • Fruit salad Öll börnin sitja á stól í hring nema eitt sem stendur í miðjunni. Gefðu þeim eitt orð hverju úr mismunandi orðflokkum, t.d. colours, numbers, animals, toys, clothes, body, weather o.s.frv. Það sem er í miðjunni segir orðflokk, t.d. colours. Öll sem hafa litaorð standa upp og finna sér nýtt sæti. Það sem er í miðjunni reynir einnig að ná sæti. Það sem stendur eftir án sætis á næst að vera í miðjunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=