Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 69 8 A day at the zoo Notaðu kveikjumyndina Dýr eru viðfangsefni sem kveikir auðveldlega áhuga nemenda og samræður. Hér gefst einnig gott tækifæri til að rifja upp dýraorð sem unnið var með á síðasta ári. Hvað kunna nemendur? Skoðið myndina í sameiningu og ræðið hvaða dýr nemendur geta fundið og hvaða dýr þau þekkja. Kunna þau nöfn einhverra dýranna á ensku? Hengdu upp veggspjaldið með markmiðunum og ræðið hvað nemendur telja að þau muni læra um í þessum kafla. Farið yfir æfingaorðin á veggspjaldinu. Rifjið upp þekkt orð Rifjið upp dýraorðin, tölurnar og litina með kveikjumyndina til stuðnings. • How many elephants can you see? • What colour is the lion? Orange! Good job! Rifjið einnig upp setninguna My favourite animal is ... Fyrst segir þú frá þínu uppáhaldsdýri og svo ræða nemendur sín uppáhaldsdýr í hópum. • What is your favourite animal? My favourite animal is the ... Finnið gagnsæ orð Hlustið á gagnsæju orðin á kveikjumyndinni og leyfðu nemendum að finna út hvað þau þýða. • Listen carefully! I can see a zebra in the zoo. What do you think a zebra is? • The giraffe has a very long neck! Where is the giraffe? Emma, can you find the giraffe? Good job! Kynntu ný orð og orðasambönd til sögunnar Notaðu nýju æfingarorðin til að ræða það sem þið sjáið að myndinni: • Look at the zebra. It is stripy. Can you say stripy? Point to something stripy. • The girl is wearing a spotty dress. How many spots are on the dress? • There are two giraffes. One is tall and one is short. Can you find the short giraffe? Notaðu einnig flettispjöldin til að finna æfingaorðin á myndinni. Nemandi dregur spjald og segir hvað er á því. • Show us your card, Anna. Stripy! Now, can you find a stripy animal in the picture? Yes, the zebra is stripy. Excellent! • This card says hippo. Stand up if you can see a hippo! Johannes, how many hippos can you see? Which animal? Ræðið hvernig dýrin líta út. Ræðið liti, stærð og mynstur ásamt lýsingarorðunum tall / short, spotty / stripy og big / small. Lýstu nokkrum dýrum og leyfðu nemendum að giska. • This animal is brown. It likes to eat bananas. Look at the picture. Which animal is it? • This animal has four legs and is stripy. Look at the picture. Which animal is it? • Which animals are grey? • Which animal is the tallest? Leyfðu svo nemendum að lýsa dýrum hvert fyrir öðru í minni hópum. Hlustið og leitið á myndinni Leitið fyrst að orðum á myndinni: • Let’s circle all the elephants / all the brown animals in the picture. • What is the tallest animal in the zoo? Smelltu á æfingaorðin og leyfðu nemendum að hlusta og endurtaka. Hlustið á hlustunartextana, einn í einu. Hvað segja persónurnar? Láttu nemendur í sameiningu spreyta sig á að finna orð sem þeir þekkja í textanum og reyna að finna út hvað er verið að tala um. Leyfðu þeim að svara spurningunum og ræða um það sem fram kemur í textanum. Þetta er góð leið til að virkja samræður. Hlustunarefni – kveikjumynd 1. - Look at the giraffe! It is tall! - I like zebras. - Oh, no! The small giraffe is eating my ice cream! - And the kangaroo took my lollipop! - Can you find the kangaroo? 2. - My favourite animal is the hippo. It is big! - My favourite animal is the panda. I like black and white. - My favourite animal is black and white, too. It is stripy. Can you guess what my favourite animal is? 3. - Oh, look at the monkey! He is so funny! - Yes, he likes bananas. Look, the other monkey wants the banana, too! - I think they will start fighting! - How many monkeys are there in the zoo? 4. - I love the zoo. Look at all the animals. - The lion is the king of all animals. Oh, it looks angry! - I can’t see the lion. Where is it? Let’s play • The hunter is here: Þessi leikur hentar best utan dyra eða í íþróttasal. Einn leikur the hunter en hin eru dýr í dýragarði. Veiðimaðurinn stendur í miðjum salnum en dýrin standa í skjóli bak við línu. Veiðimaðurinn hrópar nafn á dýri og öll slík dýr eiga að hlaupa um í kringum hann. Þegar veiðimaðurinn hrópar The hunter is here! Eiga dýrin að reyna að hlaupa til baka í skjól og veiðimaðurinn reynir að ná þeim. Ef hann nær dýri verður það einnig veiðimaður í næstu umferð. Síðasta dýrið sem næst verður veiðimaður þegar leikurinn hefst að nýju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=