Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 67 Now I know Þetta verkefni nýtist sem verkfæri í símati og er í samræmi við markmið kaflans. Nemendur fá tilfinningu fyrir því hvað þeir hafa lært í kaflanum og fá tækifæri til að meta eigið nám með því að lita umferðaljósið í þeim lit sem við á. • Read and write Áður en verkefnin eru leyst eiga nemendur að búa til setningar með It is … Finndu til flettispjöldin með hot, cold, wet, cloudy og foggy, árstíðunum og vikudögunum. Blandaðu þeim vel saman og leggðu í bunka við töfluna. Skrifaðu It is á töfluna. Nemendur skiptast á að draga spjald úr bunkanum, halda því uppi við töfluna, fyrir aftan It is og lesa setninguna fyrir bekkinn. Spurðu spurninga til að halda uppi stuttum samræðum um hverja setningu. - Right. Can you read your sentence for us, please? - It is cold. Good! Now then, look out of the window. It is really cold today? Hm...No! Eftir að orðasambandið It is ... hefur verið endurtekið nokkrum sinnum ásamt æfingarorðum kaflans ættu nemendur að ráða vel við að þekkja orðmyndirnar og lesa setningarnar í bókinni. Skrifa á tölu við rétta mynd. Að lokum skal skrifa hvaða árstíð er og lýsa veðrinu á línurnar undir Today … - Today it is spring / summer. - Today it is sunny / raining. Gefðu nemendum endurgjöf á lausn verkefnisins. Mikilvægt er að nemendur fái regluleg viðbrögð við bæði munnlegri og skriflegri vinnu. • Sjálfsmat Að lokum meta nemendur stöðu sína út frá markmiðunum og lita umferðaljósið. Ræðið hver markmiðin voru og hvort þeim hefur verið náð. Let’s play! • Stop the music! Þessi leikur er vel til þess fallinn að æfa fyrirmæli. Öll finna sér sinn stað á gólfinu og dansa eftir tónlistinni. Þegar tónlistin stoppar, fylgja þau fyrirmælum sem þú gefur. - When the music stops stand on one foot! - When the music stops touch your nose! - When the music stops point to something red! - When the music stops stand next to someone who is wearing a T-shirt! Endurtaktu fyrirmælin þegar þú stoppar tónlistina: Stand on one foot! Þennan leik hentar einnig vel að leika í íþróttatímum. Söngur Á vefsvæðinu má finna hlekk á lagið I’m a little snowman. Syngið og gerið hreyfingar með. 7 Under my umbrella

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=