Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 51 Talið ensku heima Minntu á mikilvægi þess að tala ensku heima líka. Leggðu til umræður við matarborðið eða í innkaupaferðum þar sem liggur beinast við að tala um mat og drykki og nota orðin sem unnið var með í kaflanum. Now I know Þetta verkefni nýtist sem verkfæri í símati og er í samræmi við markmið kaflans. Nemendur fá tilfinningu fyrir því hvað þau hafa lært í kaflanum og fá tækifæri til að meta eigið nám með því að lita umferðaljósið í þeim lit sem við á. • Write Krossgátan inniheldur mörg þeirra nýju orða sem komu fyrir í kaflanum. Lesið orðin öll upphátt. Segðu frá því sem þú borðar og drekkur. I eat cheese. I drink … Láttu öll gera slíkt hið sama í minni hópum. Skrifið fyrsta orðið, cake, saman. Finnið orðið á listanum og á kveikjumyndinni þannig fá nemendur verkfæri til þess að ljúka verkefninu upp á eigin spýtur. Ræðið að lokum hvaða mat og drykki ykkur líkar. I like cake. I like bread and ... • Sjálfsmat Að lokum meta nemendur stöðu sína út frá markmiðunum og lita umferðaljósið. Ræðið hver markmiðin voru og hvort þeim hefur verið náð. Meiri áskorun • Í 9. verkefni eru sum börnin eflaust fær um að lesa sjálf upphátt setningarnar með ríminu og finna svo rímorðin. • Leitið að orðum með sh- og chhljóðum. Notið kveikjumyndina og vísuna á bls. 42. • Í Now I know-verkefninu má láta nemendur lesa upp orðin sem skrifuð voru. • Nemendur sem þurfa enn fleiri verkefni geta flokkað orðin úr Now I know verkefninu í drykkjarvörur og matvörur. Notið flettispjöldin eða vinnið á Myndaveggnum. Söngur Á vefsvæðinu má finna hlekki á lagið Pussycat, Pussycat. Það finnast nokkrar mismunandi útgáfur með tilheyrandi myndböndum. 5 Time to eat

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=