Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 43 um. Nemendur ræða saman í pörum um óskirnar sem þau skrifuðu og nota til þess orðasamböndin I would like a … and a … Framburðurtræning /l/- hljóðið í orðunum bell og doll getur reynst byrjendum svolítið snúið. Gefðu góðan tíma til að æfa þetta hljóð. Segið orðin fyrst hægt og lágt og svo hraðar og hærra. Notaðu flettispjöldin • Kynntu nýju orðin: Skiptu orðunum í flokka, t.d. jólaorð og leikföng. Haltu einu spjaldi uppi þannig að allir geti séð. Segðu orðið og láttu nemendur endurtaka það. • Virkjaðu nemendur: Nemendur skiptast á að draga spjald, segja orðið og benda á það á kveikjumyndinni. • Hengdu orðin upp í röð: Segðu orðin í réttri röð: Christmas cracker, reindeer, Christmas card, snowflake, bell, stocking, car, doll. Fjarlægðu tvö spjöld. Segið orðin í sömu röð og áður, líka orðin sem þú fjarlægðir. Bentu á tómu bilin um leið og þú segir þau orð sem vantar til að minna á að hafa þau með. • Ágiskunarleikur: Dragðu spjald og lýstu því sem er á því. Láttu nemendur giska á um hvað ræðir. It is a toy. It has arms and legs. Yes, Helena, it’s a doll. Well done! Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má t.d. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. I would like … Leikurinn hefst með því að fyrsti nemandi segir eitthvað sem hann óskar sér í jólagjöf. I would like a teddy for Christmas. Sá næsti endurtekur það sem hinn sagði og bætir við eigin ósk. I would like a teddy and a book for Christmas. Þriðji nemandinn endurtekur og bætir við nýrri ósk. Leikurinn heldur áfram þangað til einhver nær ekki að muna öll orðin. Einnig má stoppa eftir 5 orð og byrja upp á nýtt. Santa Scramble Öll fá einn lit. Notið litina sem þið hafið þegar unnið með: Green, red, blue, yellow, pink, orange, black. Setjist á stóla í hring. Einn fyrirliði stendur í miðjunni og nefnir einn eða fleiri af litunum og þau sem fengu þá liti eiga að standa upp og skipta um sæti. Fyrirliðinn reynir að stela sér sæti meðan skipt er. Ef fyrirliðinn segir Father Christmas, skipta allir um sæti. Sá sem ekki nær að setjast verður fyrirliði í næstu umferð. Menning og samfélag Í enskum skólum er hefð að skrifa jólakort, líkt og í mörgum skólum hérlendis. Skipst er á jólakortunum og þau hengd upp á snúru í kennslustofunni eða heima fyrir ofan arininn. Oft eru jólaskemmtanir í skólunum þar sem sungin eru jólalög (Christmas carols). Á topp jólatrésins er oftast settur engill (Christmas fairy eller angel), stjarna, eða skraut sem er með oddi sem vísar upp í loftið. Margir nota gervijólatré þar sem ekki eru svo miklir skógar í Englandi. Einhver í bekknum hafa kannski séð mynd af risastóru jólatré sem prýðir Trafalgar Square í London yfir jólahátíðina. Tréð er flutt frá Noregi ár hvert og er þakklætisgjöf Norðmanna til Breta fyrir hjálpina í seinni heimstyrjöldinni. 4 Merry Christmas!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=