Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 29 Notaðu flettispjöldin með stórum og litlum bolta og skýra líkamstjáningu til að sýna muninn á big og small. Gakktu úr skugga um að öll skilji upplýsingarnar sem gefnar eru, ræddu dýrahljóð, stærð dýranna, hvað þau éta og hvað þau gera. Því næst skrifa nemendur þá stafi sem vantar á línurnar. Hengdu flettispjöldin með dýrunum upp í kennslustofunni svo styðjast megi við þau við lausn verkefnisins. Slík verkefni hjálpa til við uppbyggingu orðaforða. Ekki einungis styrkist tilfinning fyrir orðmyndum heldur myndast einnig tenging við önnur orð og hugtök í tungumálinu. 8 Listen and draw Nemendur eiga að skilja, teikna og lita eftir stuttum fyrirmælum. Það er mikilvægt að þau hlusti af athygli. Sum andlitsorðanna hafa ekki komið fyrir áður og því er mikilvægt að þú hjálpir til með því að benda og leika eftir hver fyrirmæli. Segðu nemendum að hlusta af athygli og teikna það sem þau heyra. Spilaðu hlustunartextana og stoppaðu eftir hver fyrirmæli. Spurðu að lokum: Who is this? Nemendur velja enskt nafn og skrifa á bláu línuna. Hjálpaðu þeim ef til vill með því að rifja upp nöfn sem komið hafa fyrir í fyrri köflum. Láttu nemendur sýna teikningar sínar og segja frá þeim með því að nota orðasambandið This is ... Meiri áskorun Notaðu flettispjöldin sem innblástur fyrir samtöl í minni hópum þar sem hægt er að aðlaga tungumálanotkun að getu hvers og eins. • Nemendur sem ráða við meira krefjandi verkefni draga saman tvö eða fleiri flettispjöld og búa til setningar. • Nemendur, í minni hópum, kynna persónuna sem þau teiknuðu í verkefni 8 og lýsa henni. This is my … She / He likes … • Nemendur skrifa þekkt orð úr bókinni eða af flettispjöldum. Markmiðið er að skrifa eins mörg orð og þau geta. Að lokum nota þau flettispjöldin til að leiðrétta eftir þörfum. Samfélag og menning Æfðu kurteisisorðatiltæki eins oft og mögulegt er með því að nota Thank you eða Thanks, Sorry, Please, Hello, Hi og Bye. Notaðu það orðalag sem passar við nemendahópinn og aðstæður en hafðu einnig í huga hvað nemendur geta sjálfir notað í mismunandi aðstæðum. Hlustunarefni verkefni 8 1. Draw a head. 2. Draw a cap on the head. 3. Draw two eyes, one nose and a smile. 4. Colour the eyes brown. 5. Colour the cap red and yellow. 2 Meet my family Notaðu flettispjöld • Rímleikur: Finndu orð sem ríma og settu þau í sinn hvorn bunkann. Dragðu spjald úr öðrum bunkanum og segðu upphátt. Dragðu spjald úr hinum bunkanum og segðu það einnig upphátt. Láttu nemendur svara því hvort orðin ríma. Einnig má láta nemendur gera þetta sjálf með eigin orðabunka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=