Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 17 Back to school Notaðu kveikjumyndina Notaðu orðasamböndin Welcome back to school! og Nice to see you again! til að bjóða nemendur velkomna til baka úr sumarfríinu. Leggðu sérstaka áherslu á framburð w-hljóðsins í Welcome. Láttu nemendur heilsa þér og hvert öðru á ensku og leyfðu þeim að segja frá orðum sem þau muna frá síðasta vetri. Kaflinn er hugsaður til upprifjunar á því sem lært var á fyrra ári. Áhersla er því lögð á að fríska upp á orðaforða nemenda og láta þau nota orðin sem þau þekkja í nýju samhengi. Láttu þau öll segja frá sumarfríinu sínu og spurðu hvort þau hafi notað ensku í fríinu. Hvað kunna nemendur? Biddu nemendur að fletta á bls. 8-9 og varpaðu kveikjumyndinni upp á töfluna. Nemendur skoða myndina og leita að orðum sem þau kunna. Spyrðu spurninga sem nemendur hjálpast að við að svara. Notaðu gagnsæ orð og orð sem þau þekkja, þegar þú segir frá. • I can see a teacher. • I can see a boy and a girl greeting each other. What do you think they are saying? • Well done! Good ideas! • There is someone playing football, too. What do you think they are saying? • There is an apple in the picture. Can you find it? Hengdu upp veggspjaldið með markmiðunum og ræðið hvað nemendur telji að þau muni læra í kaflanum. Farið yfir æfingaorðin á veggspjaldinu. Rifjið upp þekkt orð Endurtakið tölur og önnur orð sem nemendur þekkja nú þegar. • How many boys can you see? • How many books can you see? • Let’s count all the girls in the picture. • How many tables are there? Endurtakið einnig orð úr kennslustofunni. Bentu á hluti í stofunni og spurðu What do you think this is? Nemendur svara með orðunum chair, pencil, book o.s.frv. og orðasambandinu It is a … Vektu athygli á dagatalinu á myndinni og farðu yfir framburðinn á orðinu August. Talið um föt Talið um klæðnað nemenda. Spurðu: • Tommy, what are you wearing? • You are wearing a T-shirt. Yes, you are. Good boy! • Look at me, I am wearing a jumper. What is Ida wearing? • That’s right, she is wearing a jumper too. Æfið kurteisisorðatiltæki Minntu á notkun kurteisis orðatiltækjanna Thank you eða Thank you very much, þegar þú t.d. deilir út nýjum bókum eða verkfærum. Það er mikilvægt að gera nemendum grein fyrir að slíkir kurteisisfrasar tíðkast mun meira í enskumælandi löndum en hér á landi. Hlustið og leitið á myndinni Spilaðu hlustunartextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Útskýrðu að nemendur geta getið sér til um hvað börnin eru að tala um þrátt fyrir að þau skilji ekki hvert orð. Leyfðu þeim að reyna að finna út hver talar og hvað viðkomandi er að tala um. Spilaðu textana, einn í einu, og gefðu nemendum kost á að sýna fram á að þau skilji megin innihaldið og spurningarnar með því að bregðast við því sem börnin eru að segja. Biddu nemendur að koma upp að töflunni, svara spurningunum og finna börnin sem eru að tala. Hlustunarefni – kveikjumynd 1. I am Liam. I’m wearing my new shorts. Look, I can do tricks with my football! Can you see the ball? 2. Come on, Jessica! Jump! Jump! Help me count to three: one … 3. - Hi, Harry! Nice to see you again. - Hi, nice to see you too. - I like your blue and orange jumper. - Can you see Harry? 4. Teddy bear, teddy bear, turn around. Teddy bear, teddy bear touch the ground. Teddy bear, teddy bear, show your shoe. Teddy bear, teddy bear that will do! Can you see Jessica’s shoes? 5. I like playing football. No, I love playing football! Hey! Give me the ball! Can you see my brown trousers? 6. I am a teacher. Welcome back to school! It is so nice to see you again! I can’t find my apple. Can you help me find my red apple, please? Notið flettispjöldin Notaðu flettispjöldin reglulega svo nemendur fái næga endurtekningu á orðaforða sínum. Í þessu verkefni notar þú flettispjöldin með kennslustofuorðunum í ágiskunarleik. Haltu uppi einu spjaldi í einu en haltu fyrir myndina svo nemendur sjái ekki hvað er á spjaldinu. Þau spyrja spurninga með Is it a …? Til að geta sér til um hvað er á spjaldinu. Gerið samskonar með veðurspjöldin: Is it …? Minntu á svarmöguleikana Yes, it is og No, it isn’t.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=