Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

12 Enskunámið einkennist í upphafi mikið af því að herma eftir en með tímanum verður æ mikilvægara að nemendur uppgötvi og verði meðvitaðri um hvaða námstækni hentar þeim best. Það er hlutverk kennarans að hjálpa nemendum að átta sig á þessu. Mikilvægt skref í þá átt er að leika sér með rím, þulur og atkvæði. Eftir því sem nemendur eldast er einnig gert ráð fyrir að þeir verði meðvitaðri um mismun og líkindi milli tungumála. Aukin málvitund auðveldar frekara tungumálanám bæði á ensku og íslensku. Í aðalnámskrá er lögð áhersla á að nemendur verði meðvitaðir um málnotkun sína. Þeir þróa með sér hæfileikann til að aðlaga málnotkunina að aðstæðum, taka tillit til viðmælanda, samhengis, umræðuefnis og tilgangs. Þetta er ævilangt ferli. Til að nemendur verði í stakk búnir til að aðlaga mál sitt samhenginu þurfa þeir smám saman að byggja upp mikinn orðaforða. Málform Í Yes we can er miðað við breskt málform en seinna meir kynnast nemendur auðvitað fleirum eins og gert er ráð fyrir í aðalnámskrá. Valið hefur verið að nota styttingarnar he’s, I’m og it’s í töluðu máli, söngvum og vísum. Til að auðvelda nemendum að læra orðmyndirnar eru orðin notuð án úrfellinga í öllu öðru samhengi: he is, I am, og it is. Í fyrirsögnum og titlum er stuðst við seinni tíma ritvenjur. Stór upphafsstafur er einungis notaður þar sem reglur segja til um, svo sem í vikudögum, mánuðum og þjóðerni. Heimildir: Cameron, L. (2001): Teaching language to young learners. Cambridge. Cambridge University Press Schmitt, N. og McCarthy, M. (red.) (2008 [1997]): Vocabulary: Description, acquisition and peda- gogy. Cambridge: Cambridge University Press Thornbury, S. (2002): How to teach vocabulary. Harlow: Pearson Education Limited Wagner, Å.K.H., Strömqvist, S. og Uppstad, P.H. (2008): Det flerspråklige menneske: En grunnbok om skriftspråklæring. Landslaget for norskunder- visning. Bergen: Fagbokforlaget. Tillögur að enskum barnabókmenntum Þegar nemendur læra nýtt tungumál er mikilvægt að kynna fyrir þeim fjölbreyttar, barnabókmenntir á því tungumáli. Hér er að finna úrval af enskum barnabókmenntum sem nemendur munu hafa gaman af að vinna með. Bækurnar fjalla um þau viðfangsefni sem nemendur kynnast á yngsta stigi, þar á meðal liti, mat, dýr, tölur og veður. Með því að hlusta á og fletta í gegnum barnabækurnar nýta þau þá færni sem þau hafa tileinkað sér til að skilja innihald bókarinnar, jafnvel þótt þau kunni ekki öll orðin. Aesop: The sun and the wind (Retold by Mairi Mackinnon). Usborne Picture Storybooks, 2008 Campell, Rod: Dear Zoo. Abelard-Schuman Ltd, 1982 Carle, Eric: The very hungry caterpillar. Puffin Books, 1969 Cousins, Lucy: Maisy’s colours. Walker Book Ltd, 1997 Cousins, Lucy: Hooray for fish. Walker Books Ltd, 2005 Hill, Eric: Spot can count. Penguin Books Ltd, 1999 Martin Jr., Bill and Eric Carle: Brown bear, brown near, what do you see? Fitzhenry & Whiteside Ltd, 1970 McKee, David: Elmer’s colours. Andersen Press Ltd, 1994 McKee, David: Elmer’s friends. Andersen Press Ltd, 1994 Rosen, Michael and Helen Oxenbury: We’re going on a bear hunt. Walker Books, 1997 Kennslufræðilegar vangaveltur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=