Útbrot

96 Í þessari grein höfum við nú þegar skoðað höfundarréttinn í tengslum við ritað mál, kvikmyndir og þætti og við sköpun tónlistar. En höfundarréttur nær yfir svo margt annað. Til dæmis eiga arkitektar réttinn á því hvort og þá hvernig breytingar eru gerðar á húsum sem þeir teikna, ljósmyndarar eiga réttinn á ljósmyndum sem þeir taka og er því ekki hægt að nýta ljósmyndir án þess að fá leyfi ljósmyndarans og svo má lengi upp telja. Hugmynd getur verið uppspretta auðæfa. Það getur verið súrt að fá hugmynd sem einhver annar framkvæmir eða nýtir sér á einhvern hátt á undan þér. Það er nefnilega ómögulegt að gera tilkall til hugmyndar, sem ekki er búið að vinna úr eða framkvæma. Hvað með að eiga hugmynd að einhverju dansspori? Eða hreyfingu sem fólk tengir almennt við þig, eða tengdi við þig hér á árum áður? Í tölvuleiknum Fortnite , sem fyrirtækið Epic Games gaf út, geta spilarar keypt sér dansa. Lítum á frétt sem birtist á fréttaveitunni www.mbl.is þann 8. desember 2018: STO LN I R DANSAR Í FO RTN ITE? VERÖLD/FÓLK | SUNNUDAGSBLAÐIÐ | 08.12.2018 | 16:08 | Rapparinn 2 Milly hefur höfðað mál gegn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite , á þeim forsendum að fyrirtækið hafi stolið dansspori frá honum. Foreldrar sem eiga börn sem spila tölvuleikinn Fortnite hafa ábyggilega séð þau taka einhverja af fjölmörgum dönsum sem hægt er að dansa í leiknum. Einn þessara dansa heitir „Swipe It‟. Nú hefur rapparinn 2 Milly höfðað mál gegn Epic Games og ásakar hann tölvuleikjaframleiðandann um að hafa stolið danssporinu sínu, „Milly Rock‟, og selt það sem „Swipe It‟ í leiknum. Mögulega er mikið í húfi því þótt Fortnite sé ókeypis leikur græða framleiðendurnir á honum í gegnum sölu á m.a. þessum dönsum. Leikurinn státar af 200 milljón skráðum notendum. FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT FRÆÐITEXTI ÉTTA I ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT R ÚTBROT ÚTBROT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=