Útbrot

Málaferlin um „Blurred Lines‟ hafa staðið yfir í mörg ár og dómsmál líkt og það sem Jóhann Helgason er að hella sér út í getur kostað gríðarlega fjármuni, tíma og orku. Guðrún bendir á að í tilviki „Blurred Lines‟ hafi dánarbú Marvins Gayes haft öfluga bakhjarla í sterkum plötufyrirtækjum sem Gaye var á mála hjá. „Það er á brattann að sækja þegar maður er að berjast við fjársterka aðila en þá skiptir máli hvort þú ferð í mál við plötufyrirtækið, eða höfundinn sjálfan sem býr á Norðurlöndunum, þá er þetta orðið aðeins einfaldara,‟ segir Guðrún og vísar til hins norska Løvland sem Jóhann hyggst lögsækja. VERKEFN I 1. Hvað gerðist sem varð til þess að sá sem skrifaði umfjöllunina hafði samband við STEF til að leita ýmissa svara? 2. Hvað hefði Jóhann Helgason mögulega upp úr því að leggja út í kostnaðarsama málsókn? 3. Hefur STEF trú á því að Jóhann sé með góð rök á bak við sig fyrir því að sækja málið? 4. Hvað þýðir orðið mýta? 5. Af hverju telur framkvæmdarstjóri STEFs betra að lögsækja lagahöfundinn sjálfan, sem grunaður er um stuld en plötufyrirtækið sem gaf lagið út? 6. Eftir að hafa lesið alla umfjölluninaMáðar línur stuldar og innblásturs , hvernig tengist fyrirsögn fréttarinnar við innihaldið? 7. Hlustaðu annars vegar á lag Jóhanns „Söknuður‟ og lagið „You Raise Me Up‟ og hins vegar á lögin „Blurred Lines‟ og „Got To Give It Up‟. a. Útskýrðu með þínum orðum hvernig þér finnst fyrri tvö lögin lík og seinni tvö lögin lík. b. Finnst þér Jóhann hafa eitthvað til síns máls og að hann eigi rétt á höfundargreiðslum af laginu „You Raise Me Up‟? Af hverju/Af hverju ekki? 95

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=