Útbrot

63 ÁH RI FAVALDAR: 1994 Þann 27. júlí fæddist drengurinn Boyan Slat í Delft í Hollandi. Hann fékk fljótt áhuga á að byggja, búa til og hanna flókna hluti og leysa ýmis verkfræðileg verkefni. 2011 Boyan fór með fjölskyldu sinni í frí til Grikklands. Hann hlakkaði mikið til að stunda köfun við strendurnar en varð fyrir miklum vonbrigðum. Í stað framandi fiska og sjávargróðurs var sjórinn fullur af plasti og öðru drasli. Boyan gat ekki hætt að hugsa um ástand sjávarins. Þegar hann kom heim til Hollands lagðist hann í mikið grúsk og rannsóknarvinnu um mengun í sjónum. Athygli hans beindist sérstaklega að aðgerðarleysi þjóða heimsins gagnvart ástandinu. Hann undraðist þá skoðun að ekkert væri hægt að gera til að bjarga málum. 2012 Óþrjótandi rannsóknir, vinna og einlægur áhugi Boyans skilaði árangri. Hann vildi breyta þróuninni og finna lausn á vandamálinu. Hann hannaði hreinsibúnað sem nýtti sjávarstraumana til að hreinsa upp plastdraslið í sjónum. Hann kynnti uppfinningu sína á TED-fyrirlestri í Delft. Fyrirlesturinn vakti gríðarlega mikla athygli og fólk um allan heim hvatti Boyan til dáða. FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT H UGVITSMAÐU R M EÐ H UGSJÓN BOYAN SLAT ER U PPFI N N I NGAMAÐU R OG FRU M KVÖÐU LL SEM H EFU R H ELGAÐ SIG ÞVÍ AÐ H REI NSA PLASTDRASL Ú R H EI MSHÖFU N U M.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=