Útbrot

64 201 3 Uppfinningin vakti heimsathygli. Boyan gerði hlé á námi sínu í geimverkfræði til að helga sig verkefninu. Hann stofnaði samtökin The Ocean Cleanup, til að þróa búnaðinn nánar. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni, þ.e. Boyan græðir ekki fjárhagslega á vinnu sinni. Margir vísindamenn voru óvissir um gæði hreinsibúnaðarins. En með þrautseigju og prófunum í heilt ár tókst Boyan og teymi hans að sýna fram á að búnaðurinn virkar í raun og veru. Samtökin náðu að safna gríðarmiklum peningum á stuttum tíma til að halda verkinu áfram. Stuðningur barst frá 38 þúsund manns frá um 160 löndum. 2014– The Ocean Cleanup samtökin hafa vaxið og dafnaði. Boyan nýtur nú ekki bara stuðnings almennings heldur hafa frumkvöðlar og uppfinningamenn um allan heim boðið fram aðstoð sína og þekkingu og vilja leggja sitt af mörkum. Hreinsun stendur yfir í Kyrrahafinu og Boyan og teymi hans vinna ötullega að því að bæta og þróa tæknina svo vinna megi hraðar. Samtökin stefna á að minnka plastrusl í Kyrrahafinu um helming fyrir árið 2025. VERÐLAU N OG VIÐU RKEN N I NGAR Árið 2014 var Boyan útnefndur Baráttumaður Jarðarinnar en það eru verðlaun sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna veitir ár hvert. Boyan var þá yngsti einstaklingur sem hafði hlotið þessi verðlaun. Árið 2015 tók hann við Frumkvöðlaverðlaunum unga fólksins frá Haraldi Noregskonungi. Tímaritið Reader’s Digest nefndi Boyan sem Evrópumannársins árið 2017. Árið 2018 var hann útnefndur frumkvöðull ársins í Evrópu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=