Útbrot

59 HVER ER BAN KSY? Í stuttu máli þá veit enginn hver Banksy er. Jú, kannski fáir útvaldir sem standa listamanninum eða listakonunni næst. Banksy, sem er listamannsnafn, fer nefnilega huldu höfði og skapar götulistaverkin sín yfirleitt að næturlagi. Sumir telja að Banksy sé í raun hópur nokkurra listamanna en ekki bara ein manneskja. Götulistaverk Banksy birtast á húsveggjum, skúrum, brúm og öðrum almenningsstöðum. Þau hafa fundist víða um heim. Þau eiga það flest sameiginlegt að innihalda einhverja þjóðfélagsádeilu og svartan húmor. Til dæmis er verk eftir hann þar sem ungt barn situr við saumavél og er það ádeila á barnaþrælkun. Annað verk sýnir ballerínu með súrefnisgrímu, sem minnir okkur á mengun og loftlagsmál. Kannski er þekktasta verk Banksy mynd af stelpu sem teygir sig eftir bandi, sem bundið er við hjartalaga blöðru. Stelpan er máluð í svarthvítu en blaðran er eldrauð. Verkið er myndlíking fyrir alla þá sem hafa átt í einhverju basli og misst vonina. Þegar lífið virðist litlaust er alltaf von og táknar rauða blaðran vonina. Talið er víst að Banksy sé frá Englandi, nánar tiltekið frá Bristol eða nálægt þeirri borg. Flestir telja að Banksy sé karlmaður og að hann hafi byrjað sem unglingur að graffa á byggingar í Bristol. Í ágúst 2015 opnaði Banksy drungalegan skemmtigarð á Suðvestur-Englandi. Garðurinn hét Dismaland og er afbökun á heimi Disneylands. Garðurinn var, eins og listaverk Banksy, fullur af þjóðfélagsádeilum og sagði Banksy að garðurinn væri fjölskylduskemmtigarður sem væri ekki við hæfi barna. Garðurinn var líkt og listasýning, eingöngu opinn í nokkra daga. TI L AÐ KYN NAST BETU R VERKU M BAN KSY ER T.D. HÆGT AÐ SLÁ I N N LEITARO RÐU N U M W HO IS BAN KSY? Á N ETI N U OG FÁ SLÓÐ AÐ STUTTRI H EI M I LDARMYN D Á ENSKU U M LISTAVERK HANS OG U M D ISMALAN D. FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=