Útbrot

57 PLAGGAT EÐA PLAKAT … JAFNVEL PLAGAT Í lok árs 2018 komst listamaðurinn Banksy í fréttir hér á Íslandi, eða öllu heldur listaverk eftir hann. Um var að ræða eftirprentun af verki sem hann gaf fyrrum borgarstjóra, Jóni Gnarr, í borgarstjóratíð hans. Verkið hékk áður á borgarstjóraskrifstofunni í ráðhúsinu en þegar Jón Gnarr lét af embætti tók hann verkið með sér heim. Fréttirnar árið 2018 snerust um það hvort Jón Gnarr ætti að greiða skatt af gjöfinni eða ekki og hvort plakatið væri mikils virði eður ei. Hér ætlum við ekki að fara nánar í fréttirnar að öðru leyti en því að blaðamenn og netverjar virtust eiga erfitt með að stafsetja orðið plakat. Margar útfærslur litu dagsins ljós, t.d. plaggat, plagat, platgat og platkat. Í þættinumMorgunverkin á Rás 2 fékk þáttastjórnandi málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins í stutt viðtal og spurði út í orðið plakat og hvernig stafsetja eigi orðið. Málfarsráðunauturinn sagði að í stafsetningarorðabók sé orðið skrifað plakat. Þeir voru sammála um að enginn segir orðið plakat með áherslu á k-ið og að rétt stafsetning sé því í andstöðu við framburðinn. Flestir skrifa orðið eflaust með tveimur g-um, plaggat, þar sem sú stafsetning fellur að framburðinum. Málfarsráðunauturinn benti síðan á að ef til vill væri best að nota orðið veggspjald, sem er gott og gilt orð yfir tökuorðið plakat. Þáttastjórnandinn tók undir að orðið veggspjald sé töluvert einfaldara orð fyrir fólk að nota, enda enginn vafi á rithætti þess orðs. Tvö g og ekkert k í boði. FRÆÐITEXTI FRÁSÖGN ÚTBROT Ú ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=