Útbrot

ÖRSÖGU R – PRÓSALJÓÐ Örsögur og prósaljóð eru stuttar frásagnir í óbundnu máli. Þær eru ljóðrænar og fanga oft einhvern atburð eða tilfinningu. Örsögur og prósaljóð segja okkur eitthvað í styttra máli en t.d. smásaga. Skoðum tvo texta úr ljóðabókinniHnattflug eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. KAÍ RÓ Hér myndi blindur vinur minn njóta sín sér í lagi á laugardegi hann sæi með sjálfum sér eril og götusala píramída kryddpoka ilmglös og hvítan snúruþvott hér myndi blindur vinur minn brosa því hann gæti látið sem hann tæki ekki eftir moldinni ryðinu og brúnaþyngd leigubílstjóra. PALERMO Högg á hnakkann kyrr liggur andar blæðir andar hægar bíður hlustar man hlustar gleymir líður illa betur blæðir bráðum hægar … VERKEFN I 1. Hvernig nýtast skynfærin til að njóta borgarinnar Kaíró? 2. Hvaða skynfæri gæti skemmt upplifun á Kaíró samkvæmt ljóðmælanda? 3. Skáldið notar engin greinarmerki nema bara í blálokin. Hvaða áhrif hafði það á lestur þinn á ljóðunum? 4. Ræðið! Hvar mynduð þið bæta við kommum og punktum í textann Kaíró? 5. Finndu á korti hvar Kaíró er. Við hvaða á stendur borgin? 6. Hvað er að gerast í prósaljóðinu Palermo? 7. Spreyttu þig! Hugsaðu til einhvers atburðar sem þú hefur heyrt sögur af eða upplifað og skrifaðu örsögu eða prósaljóð til að segja frá þeim atburði. FRÆÐITEXTI BÓ KM EN NTI R ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT 56

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=