Útbrot

tíu daga. Eins bentu þeir á að í upptalningu um hluti, sem dómurum er skylt að bera á sér á meðan leik stendur er hvergi minnst á smámynt. Eingöngu fjórir hlutir eru taldir upp í regluverkinu: - Flauta - Skeiðklukka - Gul og rauð spjöld - Skrifblokk og skriffæri til að skrá niður atvik sem upp koma í leiknum Yfir hundrað dómarar í neðri deildum enska fótboltans sýndu David samstöðu í næstu leikjum eftir að hann fékk þriggja vikna bannið. Í stað þess að varpa hlutkesti í upphafi leiks, létu þeir fyrirliðana leika stein, skæri, blað og tóku áhættu með því að verða sjálfir settir í bann. 1. Finndu a.m.k. tíu orð sem byrja á dóm- (t.d. dómari, dómsdagur) 2. Í hvaða landi fór þessi knattspyrnuleikur fram? 3. Hvað hefði dómarinn átt að gera þegar hann áttaði sig á því að smámyntin varð eftir í dómaraklefanum samkvæmt knattspyrnusambandinu? 4. Nefnið tvennt sem dómarar nýttu til að rökstyðja gagnrýni sína á dómarabannið? 5. Hvernig sýndu aðrir dómarar David samstöðu? 6. Skrifaðu niður með þínum orðum hvað eftirfarandi orðtök og orðasambönd þýða:  að verða á í messunni  að draga dilk á eftir sér  að skera úr um  að varpa hlutkesti 7. Útskýrðu með orðum eða með myndbandi hvernig leikurinn steinn, skæri, blað fer fram. Hægt er að finna leikreglurnar á netinu ef þú þekkir þær ekki. VERKEFN I 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=