Útbrot

7 ÍÞRÓTTIR | 25.01.2019 | 09:52 | UPPFÆRT: 10:45 DÓMHILDUR GESTSDÓTTIR ÚT AF M EÐ DÓMARAN N I N N Á M EÐ AFA HANS! Það deila fæstir um það að dómarar eru hluti af leiknum og að þeir eru nauðsynlegir til þess að leikurinn gangi sem best fyrir sig. Í hvaða leik sem er og í hvaða íþrótt sem er. Flestir eru líka sammála um að starf þeirra er ekki öfundsvert. Sérstaklega ekki þegar dómgæslan kallar á dónalegar athugasemdir og úthúðun áhorfenda. Stundum verður dómurum þó á í messunni og höfum við á Fréttafléttunni tekið saman þrjú dæmi sem sýna að dómarar eru, þegar allt kemur til alls, mannlegir. SKÆRI, BLAÐ, STEI N N Í október 2018 rölti David McNamara inn á leikvöllinn á undan leikmönnum kvennaliða Reading og Manchester City. Ekki grunaði hann þá að þessi leikur myndi draga dilk á eftir sér meira að segja út af ákvörðun sem hann tók áður en leikurinn byrjaði. Í knattspyrnureglum enska knattspyrnusambandsins segir að kasta eigi upp smámynt til að ákveða hvort liðið byrjar með boltann. Ekki vildi betur til en svo að þennan dag hafði David gleymt myntinni, sem hann ætlaði að nota, inni í dómaraherberginu. Hann tók þá ákvörðun að láta leikmenn fara í leikinn steinn, skæri, blað til þess að skera úr um hvort liðið byrjaði með boltann. Knattspyrnusambandið var ekki sátt við þessa ákvörðun Davids og úrskurðaði hann í þriggja vikna dómarabann. Sambandið hefði frekar kosið að David hefði farið inn í klefa og sótt smámyntina. Aðrir enskir dómarar stóðu með David og gagnrýndu ákvörðun knattspyrnusambandsins. Þeir vöktu athygli á því að leikmaður sem brýtur af sér og fær þriggja leikja bann getur komið aftur inn á völlinn eftir sjö til ÞAÐ ER ALGENGT AÐ ÞRÆTA VIÐ DÓMARAN N FRÆÐITEXTI ÉTTA I ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT B ÚTBROT ÚTBROT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=