Útbrot

1. Lestu yfirAðstoðardómari kýldi leikmann . Lokaðu bókinni og endursegðu það sem þú manst úr fréttinni. 2. Skoðaðu vel fyrirsögnina a) Af hverju heldur þú að Dómhildur hafi valið þessa fyrirsögn en ekki t.d. Leikur sem fór úr böndunum ? b) Semdu a.m.k. eina fyrirsögn sem þér finnst passa vel við fréttina. 3. Finnst þér sanngjarnt að dómarinn hafi verið settur í bann? Eða eru tvær hliðar á þessu máli? Ræðið. VERKEFN I AÐSTOÐARDÓMARI KÝLD I LEI KMAN N Í nóvember 2015 fór fram leikur í íshokkí í kanadísku borginni Ontario. Á einum tímapunkti sauð upp úr á meðal leikmanna. Dómarar leiksins reyndu að skilja að leikmenn, sem komnir voru í hópslagsmál. Á upptöku má sjá hvernig aðstoðardómari kýldi leikmann þegar gengið hafði ágætlega að skakka leikinn. Þá hljóp þjálfari leikmannsins inn á ísinn og hrinti aðstoðardómaranum þannig að hann féll á svellið. Í kjölfarið var þjálfari liðsins rekinn frá liðinu. Aðstoðardómarinn, sem hafði dæmt í 42 ár án þess að nokkurt atvik sambærilegt þessu hafði komið upp, sagði myndbandið blekkjandi. Hann fullyrti að leikmaðurinn hefði viljandi hrækt blóði framan í sig. Þá hefði hann gripið í öxl leikmannsins í þeim tilgangi að ýta honum frá sér. Við það hefði leikmaðurinn kastað sér aftur líkt og hann hefði fengið á sig högg. Dómarinn var settur í tímabundið bann en ákvað sjálfur að leggja dómaraflautuna á hilluna til frambúðar. 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=