Um víða veröld - Jörðin

Vissir þú þetta? • Öll orka sem til er í heiminum breytir aðeins um form, orku er ekki hægt að búa til eða eyða. • Þriggja gljúfra stíflan í Kína er stærsta vatnsaflsvirkjun í heiminum. • Þegar bíl er ekið á 80 km hraða fer helm- ingur eldsneytis í að kljúfa vindmótstöðu. • Stærsta kjarnorkuver heims, Kashiwazaki- Kariwa, er að finna 220 km norðvestan við Tókýó. Það hefur sjö kjarnaofna sem samanlagt framleiða 8212 MW. • Bandaríkjamenn brenna næstum helmingi allrar olíu í heiminum. • Ein vindmylla framleiðir nóg rafmagn til að knýja allt að 300 heimili. • Um það bil 30% af þeirri orku sem notuð er í heimahúsum nýtist ekki og fer til spillis. • Það sólarljós sem berst til yfirborðs jarðar á hverri mínútu fullnægir orkuþörf heimsins í heilt ár. • Stærsta vindmylla í heimi, staðsett á Hawaii samsvarar tuttugu hæða bygginu. Blöð hennar eru á lengd við fótboltavöll. • Ef þú gargaðir í 8 ár, 7 mánuði og 6 daga myndir þú framleiða næga orku til að hita einn kaffibolla. Í þessum kafla lærir þú um: • auðlind og auðlindanýtingu • sjálfbæra þróun og vistspor • ólíka orkugjafa • endurnýjanlega orku • óendurnýjanlega orku • nýtingu orkuauðlinda • orkusparnað • orkuauðlindir á Íslandi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=