Um víða veröld - Jörðin

111 Höfin Viðfangsefni 22. Lýsið því hvernig sjávarfallaorkuverið í La Rance vinnur. 23. Hvers vegna getur ölduorka aldrei skipt jafn miklu máli í Svíþjóð og hún gerir í Noregi? 24. Hvaða áhrif geta framkvæmdir manna haft á höfin? 25. Talið er að borgarísjakar hafi verið orsökin fyrir því að skipið Titanic sökk. Hvað eru borgarísjakar og hvar er þá helst að finna? Hefði verið hægt að koma í veg fyrir að Titanic sigldi á ísjaka? Ef svo er hvernig? Skrifið stutta samantekt um málið. 26. Hvernig er olía hreinsuð úr sjó? Leitið upplýsinga og skrifið stutta greinargerð. 27. Margar frásagnir og ævintýri eru til um týndu borgina Atlantis sem á að hafa sokkið í sjó. Finnið frásagnir af þessari borg og veljið eina frásögn til að kynna sérstaklega. 28. Landkönnuðir fyrri tíma sigldu um heimshöfin í leit að nýjum löndum eða ævintýrum. Veljið einn af þessum landkönnuðum. Leitið upplýsinga um hann/ hana og ferðir hans/hennar og kynnið fyrir bekkjarfélögum. a) Guðríður Þorbjarnardóttir b) Leifur heppni c) Kristófer Kólumbus d) Ferdinand Magellan e) Vasco da Gama Ísland 29. Vinnið saman í hópum að því að kynna ykkur hvernig staðið var að útfærslu efnahagslögsögu Íslendinga. a. Útfærsla efnahagslögsögunnar 1950–1952 b. Útfærsla efnahagslögsögunnar 1958 c. Útfærsla efnahagslögsögunnar 1972 d. Útfærsla efnahagslögsögunnar 1975 30. Lýstu leið Golfstraumsins og af hverju hann hefur mikla þýðingu fyrir Íslendinga. 31. Íslendingar eru aðilar að Norðurheimskauts­ ráðinu. Finndu upplýsingar um ráðið og hver helstu viðfangsefni þess eru? 32. Hvers vegna er meiri munur á flóði og fjöru á Vestfjörðum en á Austfjörðum? 33. Hvaða auðlindir nýta Íslendingar úr hafinu? Hvað heldur þú að við gætum nýtt meira úr hafinu? 34. Hvaða fisktegundir þekkir þú úr sjónum við Íslandsstrendur? Hvaða fisktegundir hefur þú smakkað? 35. Veldu þér eina fisktegund sem hægt er að veiða við Ísland og gerðu kynningu á henni fyrir samnemendur þína. 36. Safnið saman uppáhaldsuppskriftum bekkjar­ ins af fiskréttum og útbúið uppskriftabók fyrir hópinn. 37. Hvaða áhrif heldur þú að efnahagslögsaga hafi fyrir okkur Íslendinga? Hversu mikilvægt er fyrir okkur að hafa 200 mílna landhelgi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=