Um víða veröld - Heimsálfur

94 Bandaríkin Bandaríkin eru fjórða stærsta land í heimi, örlitlu minna en Kína. Loftslag í Bandaríkjunum er fjölbreytt, sem skýrist af því hversu stórt landið er og hversu landslagið er fjölbreytt. Mestur hluti Bandaríkjanna liggur í tempraða beltinu. Syðst er heittempraða beltið. Við strendurnar er úrkoma talsverð en hún minnkar smám saman eftir því sem komið er innar í landið. Í fjallgörðunum, sem mynda regnskugga, og á hásléttunum eru þurrar sléttur sem víða eru eyðimerkur. Þar sem slétturnar liggja hátt yfir sjávarmáli getur orðið kalt þar. Í fjallakeðjunni sunnanverðri má finna lægsta stað á vesturhveli jarðar, Dauðadal í Kaliforníu, 86 m undir sjávarmáli. Hann er jafnframt einn sá heitasti á jörðinni. Þar hefur hiti mælst 57 °C. Inn til landsins er meginlandsloftslag þar sem vetur eru svalir en sumur heit. Engin fjöll hindra kalt loft í að blása langt suður á bóginn, sem veldur hörðum vetrum í miðríkjum Bandaríkjanna. Á sumrin blása svo hlýir vindar úr Mexíkóflóa langt norður í land. Þarna verður hitamunurinn því oft mikill sem veldur öflugum veðraskilummeð þrumum og eldingum. Í þessum þrumuveðrummyndast oft skýstrokkar eða hvirfilbyljir sem tæta í sundur nánast allt sem á vegi þeirra verður. Hvirfilbyljirnir valda oft manntjóni. Fellibyljir sem verða til yfir sjó ganga oft á land úr Mexíkóflóa og Atlantshafi og valda miklum usla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=