Um víða veröld - Heimsálfur

93 Norður-Ameríka Umræður 13. Hvaða kostir og gallar gætu fylgt opnun siglingaleiða norður fyrir Ísland með bráðnun hafíss á Norðurskautssvæðinu? 14. Á milli Díómedeseyjanna eru landamæri Rússlands og Bandaríkjanna. Þar liggur jafnframt alþjóðlega daglínan og er því sinn hvor dagurinn á eyjunum tveimur. Hvaða þýðingu hefur það? 15. Hvað veistu um Villta vestrið? Eru þær upplýsingar áreiðanlegar? Hvernig er samskiptum kúreka og indíána lýst? 16. Hver eru helstu áhrif hlýnunar á dýralíf á Norðurskautssvæðinu? Viðfangsefni 17. Veljið eina stóra borg í Bandaríkjunum og segið frá henni (staðsetning, ríki, íbúafjöldi, áhugaverðir staðir, notið ljósmyndir o.f l.). 18. Kanada er sambandsríki tíu fylkja og þriggja sjálfstjórnarsvæða. Hvað heita þau? Skiptið með ykkur að af la upplýsinga um hvert þeirra og kynna fyrir hinum. 19. Hver eru helstu jarðskjálftasvæði N-Ameríku og af hverju verða þar jarðskjálftar? 20. Veljið ykkur eitt dýr sem lifir villt í N-Ameríku og segið frá því. 21. Verkefni um Vesturfarana. Hversu stórt hlutfall af Íslendingum f lutti vestur um haf á sínum tíma? 22. Kynnið ykkur hvar frumbyggjar Ameríku settust að – veljið einn þjóðf lokk og segið frá honum. 23. Veljið eitt af eftirfarandi viðfangsefnum og búið til kynningu. a. Olíuleiðslan í Alaska b. Rushmorefjall c. Mt.McKinley d. Beringssund Ísland 24. Finndu þær borgir í N-Ameríku sem f logið er til beint frá Íslandi. Hvers vegna heldurðu að f lestar þeirra séu á austurströndinni? 25. Hvaða vörur þekkirðu sem eru framleiddar í Bandaríkjunum eða Kanada? 26. Hvaða vörur f lytjum við aðallega inn frá Bandaríkjunum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=