Um víða veröld - Heimsálfur

95 Norður-Ameríka Þar sem vesturhluti Bandaríkjanna er á mörkum tveggja jarðskorpufleka, Kyrrahafs- og Norður-Ameríkuflekans, er þar mikið um jarðhræringar. Þar verða reglulega snarpir jarðskjálftar, til dæmis kom einn slíkur í San Francisco árið 1906 sem lagði borgina í rúst. Á Hawaiieyjum eru eldgos tíð. Víða er að finna náttúruperlur eins og í þjóðgarðinum Yellowstone og einnig Miklagljúfur, sem Coloradofljótið liðast um. Meira en helmingur af landi í Bandaríkjunum er nýtt undir landbúnað sem einungis um 2–3% landsmanna vinna við. Víðast er hann hátæknivæddur og áburðarnotkun mikil. Góð fiskimið eru undan Atlantshafsströndinni. Mest er veitt af þorski, síld, makríl, rækju og humri. Við strendur Kyrrahafs eru aðallega stundaðar túnfisk- og laxveiðar. Í Vötnunummiklu hafa fiskveiðar verið umtalsverðar. Fiskistofnar þar eru þó í hættu vegna mengunar. Frá því snemma á 20. öld hafa Bandaríkin verið eitt af helstu iðnríkjum heims og frá lokum seinni heimsstyrjaldar verið leiðandi í fjöldaframleiðslu og mótun neyslusamfélagsins. Síðustu áratugi hafa Asíuríki við Kyrrahafið þó veitt þeimmikla samkeppni. Bandaríkin eru auðug af náttúruauðlindum og er þar að finna einn mesta kolaforða í heimi. ALRÍKISSTJÓRN Alríkisstjórn er ríkisstjórn í sambandsríki þar sem stjórnsýslan nær yfir öll sambandsríkin. Hvíta húsið í Washington er opinbert aðsetur Bandaríkjaforseta. Eitt þekktasta tákn Bandaríkjanna, Frelsisstyttan, var gjöf Frakka til Bandaríkjamanna árið 1885. Hún var vígð árið 1886 í tilefni aldarafmælis Bandaríkjanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=